Úrval - 01.10.1967, Side 92

Úrval - 01.10.1967, Side 92
90 ÚRVAL ig á að fara að því að veið skepn- urnar.“ „Og veizt þú það?“ „Ég get lært það“, svaraði Bill hinn borubrattasti. Hann hafði ráðgert að fara strax næsta dag með ómerkilegar skamm- byssur einar að vopni. Hann hafði æft sig í að skjóta með þeim, þangað til hann gat hitt sléttukjúkling eða kanínu á 50 feta færi, hvort sem hann skaut með vinstri eða hægri hendi. En faðir hans vissi, að þetta var gagnslaust vopn gegn vísundi, sem kemur æðandi í áttina til veiði- mannsins í árásarhug. Hann fór með syni sínum til bæjarins Atchi- son næsta morgun til þess að hitta þá Jude Bucknum og Oliver, Rife, sem höfðu í hyggju að fara í þenn- an veiðileiðangur. Og þegar pilt- arnir voru í þann veginn að leggja af stað ásamt Bill, sem hafði nú slegizt í hópinn, gaf honum þann hlut, sem hann hafði mestar mætur á, prýðilegan Sharpsriffil, sem var mjög nákvæmur og geigaði varla í vönum höndum. Hann hafði komið með hann heim úr Þrælastríðinu og hengt hann yfir arnininn. Hann hafði ekki leyft neinum að snerta hann fyrr en núna. En Bill þorði samt varla að snerta byssuna, þótt hún væri nú orðin hans eign. „Pabbi . . . . ertu viss?“ Pabbi háns svaraið hljóðlátlega: „Ég er viss sonur sæll.“ Svo lögðu piltarnir af stað í sléttuvagninum sínum, sem var hlaðinn tjöldum og teppum og öðr- um viðleguútbúnaði. Tveim vikum síðar komust veiði- mennirnir ungu upp á hæð eina, sem nefndist Pawneehamar. Fyrir neðan þá rann Arkansasáin í breið- um boga, og fyrir handan hana í norðvetri voru heimkynni vísund- anna. Þeir tóku hesta á leigu í bæ þar nálægt og riðu svo af stað. Um sól- arlagsbil bjuggu þeir um sig og lögðust til hvíldar úti í auðninni. Það var ekki fyrr en liðið var fram undir hádegi næsta dag, að þeir komu loks auga á vísundahjörð. „Sjáið' þið þá, þarna!“ hrópaði Bill og benti í suður. Framundan þeim gat að líta geysistóra hjörð, þúsundir af vís- undum. Fjöldi þeirra var slíkur, að það var sem allur sjóndeildarhring- urinn væri á hreyfingu. Bill flýtti sér að kippa Sharpsrifflinum upp úr hylkinu, sem fest var við hnakkinn. Hann var bezta skyttan af þeim félögum, og því höfðu þeir sam- þykkt það, að hann skyldi fella fyrsta dýrið. Nú var hann kominn í tæri við heila hjörð af raunveru- legum vísundum, og velgengni veiðileiðangursins var að miklu leyti undir því komin, hvernig hann brygðist nú við. Því fann hann vöðvana herpast saman, og hann varð skraufþurr í munninum af ein- tómum ótta og æsingu. Veiðimennirnir ungu nálguðust hjörðina hægt og bítandi. Þegar þeir áttu eftir aðeins tæpa 100 metra til dýranna, létu þau samt sem þau sæju þá alls ekki. Og þegar einir 50 metrar voru eftir, lyftu nokkur dýrin loks risastórum hausnum, en svo fóru þau að bíta aftur næstum samstundis. Bill kippti í taumana
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.