Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 96
94
ÚRVAL
„Mér er illa við að sleppa honum“,
sagði Hvirfilbylur, þegar hesturinn
fór að þreytast. „Þetta er góður
hestur.“
„Já, en þú hefur samt ástæðu til
þess að aumkva Indíánann, sem fær
hann.“
Hvirfilbylur glotti. Hann vissi,
að „Hrekk“ var meinilla við alla
ókunnuga og að klárinn lét þá
finna það, svo að ekki varð um
villzt. Þeir slepptu honum. Síðan
riðu þeir mílu vegar í viðbót og
stönzuðu svo sem snöggvast til þess
að loía hestunum að kasta mæð-
inni og litu þá um öxl. Þeir sáu
Indíánana ná „Hrekk“ og snara
hann. Einn af Indíánunum sveifl-
aði sér á bak stóðhestinum, sem
þeytti þessum nýja reiðmanni sam-
stundis af sér í glæsilegum boga.
Hann þaut út í loftið, eins og honum
hefði verið skotið úr slöngvivél,
kom beint niður á hausinn og lá
síðan alveg grafkyrr.
„Hálsbrotnaði!" hrópaði Hvirfil-
bylur lotningarfullri röddu. „Hann
Hrekkur varð þá á undan okk-
ur. Hann er þegar búinn að kála
einum, en við engum.“
Indínánarnir athuguð sem snöggv-
ast sinn fallna félaga, og síðan héldu
þeir eftirförinni áfram. En nú
breyttu þeir um aðferð. Þeir skiptu
sér í þrjá flokka. Einn fylgdi beint
á eftir þeim, en hægði svolítið á
sér, svo að hinir hóparnir gætu
komizt á hlið við þá félaga í eins
konar tangarsókn. Ástæða þessa
herbragðs varð augljós að nokkrum
mínútum liðnum. Nú komu þeir að
hæð, og þessi staðsetning Indíána-
hópanna gerði það að verkum, að
flóttamennirnir tveir urðu að ríða
beint upp hæðina. Hvirfilbylur
varð fyrri til að komast alla leið
upp, og hann kippti svo ofsalega í
tauminn, svo að hesturinn prjónaði.
„Þeir hafa ginnt okkur í gildru“,
sagði hann þungbúinn á svipinn.
Bill keyrði hest sinn sporum alla
leið upp á hæðina. En þegar þangað
kom, tókst honum rétt með naum-
indum að snarstöðva hestinn, því
að hann hefði að öðrum kosti
steypzt fram af háum hömrum.
Þeir voru snarbrattir, og það voru
60 fet niður að á, sem rann fram
með rótum hamranna. Bill stökk
af baki til þess að róa órólegan
hestinn. Hann horfði bæði til aust-
urs og vesturs, en Indíánahóparnir,
sem mynduðu eins konar fylkingar-
arma beggja megin, komu í veg
fyrir, að þeir gætu komizt undan
með því að beygja til hliðar, og
aðalhópur Indíánanna kom þeys-
andi á eftir þeim beint upp brekk-
una.
Hvirfilbylur steig af baki, dró
upp skammbyssu sína og miðaði
henni á höfuð hests síns. „Það er
víst bezt fyrir okkur að skjóta hest-
ana og nota skrokkana fyrir vígi“,
sagði hann. „Það veitir okkur dá-
lítinn frest.“
En Bill gerði sér grein fyrir því,
að slíkt mundi aðeins reynast
gálgafrestur, þar til skotfærin þryti.
„Gerðu þetta ekki!“ sagði hann
hvasslega. „Við höfum þörf fyrir
hestana. Við förum fram af hömr-
unum.“
„Fram af hömrunum? Ertu vit-
laus? Við mundum hálsbrotna.“
„Það kann að enda þannig, en