Úrval - 01.10.1967, Page 97
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. ..
95
þó er það ekki víst. Þar að auki
höfum við ekki um neitt að velja.“
Bill smeygði aðallykkjunni á
slönguvað sínum yfir höfuð hest-
inum, teymdi hann fram á hamra-
brúnina og lamdi svo í lendina á
honum. Hesturinn setti sig í varn-
arstellingar. Hann stóð þarna stíf-
ur og neitaði að hreyfa sig. „Ríddu
beint á hann á klárnum þínum,
Hvirfilbylur. Hrintu honum fram af
hömrunum. Flýttu þér nú!“
Hvirfilbylur slengdi sér á bak
hesti sínum, keyrði hann sporum
og reið beint á hest Bills. Sem
snöggvast virtist hesturinn standa í
lausu lofti án þess að hreyfast. Síð-
an frýsaði hann æðislega af ótta.
Hann krafsaði ofsalega út í loftið
með framfótunum og steyptist svo
fram af hengifluginu. Það heyrðist
hár dynkur, þegar hann skall niður
í brekkuna fyrir neðan klettaræt-
urnar, og svo valt hann næstum al-
veg niður á árbakkann. Fyrst lá
hann grafkyrr, en síðan rak hann
upp kvalafrýs og staulaðist á fætur.
Hann titraði, en hann hneig samt
ekki niður aftur.
„Ég fer næst“, sagði Bill. „Held-
urðu, að þú komir hestinum þínum
fram af brúnni hjálparlaust?"
„Ég bind fyrir augu hans.“
Bill greip í klettabrúnina og lét
sig síga niður fyrir hana. Hann
hélt sér í hana andartak, og síðan
sleppti hann skyndilega takinu. Það
var sem jörðin æddi tafarlaust á
móti honum og lemdi hann bylm-
ingshögg. Það var eins og hún kubb-
ði í sundur fætur hans og ræki
hné hans inn í magann, svo að
hann náði ekki andanum. Hann
missti meðvitund sem snöggvast, en
þegar hann raknaði við sér, sá hann
að hann lá á árbakkanum og að
hesturinn hans stóð nálægt honum.
Hesturinn var enn með lykkjuna á
slönguvaðnum um hálsinn. Bill at-
hugaði handleggi sína og fætur til
þess að ganga úr skugga um, að
hann gæti auðveldlega hreyft sig.
Síðan greip hann í endann á slöngu-
vaðnum og teymdi hestinn út í ána.
Straumurinn var svo harður, að Bill
missti fótanna, en Hvirfilbylur
komst til allrar hamingju yfir á
undan honum og tókst að snara
hann og draga hann heilan á húfi
upp á bakkann. Þar lá hann kyrr,
enda hafði hann næstum misst með-
vitund.
Þegar hann fékk fulla meðvitund
að nýju, gerði hann sér grein fyrir
því, að Hvirfilbylur lá þar nálægt
honum á árbakkanum. Þar skammt
undan stóðu báðir hestarnir þeirra.
Þeir létu hausinn hanga máttlaus-
an niður og gengu upp og niður af
mæði. Hann leit á klettana, sem
gnæfðu þarna hátt uppi yfir honum.
Þar gat ekki að líta neina Indíána,
sem skimuðu niður fyrir klettabelt-
ið, ekki enn þá.
„Hvirfilbylur, við verðum að flýta
okkur burt!“ hrópaði hann til félaga
síns. „Við erum alveg prýðileg skot-
mörk, meðan við liggjum hérna.“
Þeim var það næsturn um megn
að skreiðast á bak. Og hestarnir
voru svo uppgefnir, að þeir komust
varla meira en fetið. Bill leit aftur
fyrir sig, þegar hestarnir höfðu lötr-
að 100 metra, og sá þá röð Indíána
hæst uppi á klettunum. Þá bar þar
við himininn. Hann skaut einu skoti