Úrval - 01.10.1967, Page 97

Úrval - 01.10.1967, Page 97
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. .. 95 þó er það ekki víst. Þar að auki höfum við ekki um neitt að velja.“ Bill smeygði aðallykkjunni á slönguvað sínum yfir höfuð hest- inum, teymdi hann fram á hamra- brúnina og lamdi svo í lendina á honum. Hesturinn setti sig í varn- arstellingar. Hann stóð þarna stíf- ur og neitaði að hreyfa sig. „Ríddu beint á hann á klárnum þínum, Hvirfilbylur. Hrintu honum fram af hömrunum. Flýttu þér nú!“ Hvirfilbylur slengdi sér á bak hesti sínum, keyrði hann sporum og reið beint á hest Bills. Sem snöggvast virtist hesturinn standa í lausu lofti án þess að hreyfast. Síð- an frýsaði hann æðislega af ótta. Hann krafsaði ofsalega út í loftið með framfótunum og steyptist svo fram af hengifluginu. Það heyrðist hár dynkur, þegar hann skall niður í brekkuna fyrir neðan klettaræt- urnar, og svo valt hann næstum al- veg niður á árbakkann. Fyrst lá hann grafkyrr, en síðan rak hann upp kvalafrýs og staulaðist á fætur. Hann titraði, en hann hneig samt ekki niður aftur. „Ég fer næst“, sagði Bill. „Held- urðu, að þú komir hestinum þínum fram af brúnni hjálparlaust?" „Ég bind fyrir augu hans.“ Bill greip í klettabrúnina og lét sig síga niður fyrir hana. Hann hélt sér í hana andartak, og síðan sleppti hann skyndilega takinu. Það var sem jörðin æddi tafarlaust á móti honum og lemdi hann bylm- ingshögg. Það var eins og hún kubb- ði í sundur fætur hans og ræki hné hans inn í magann, svo að hann náði ekki andanum. Hann missti meðvitund sem snöggvast, en þegar hann raknaði við sér, sá hann að hann lá á árbakkanum og að hesturinn hans stóð nálægt honum. Hesturinn var enn með lykkjuna á slönguvaðnum um hálsinn. Bill at- hugaði handleggi sína og fætur til þess að ganga úr skugga um, að hann gæti auðveldlega hreyft sig. Síðan greip hann í endann á slöngu- vaðnum og teymdi hestinn út í ána. Straumurinn var svo harður, að Bill missti fótanna, en Hvirfilbylur komst til allrar hamingju yfir á undan honum og tókst að snara hann og draga hann heilan á húfi upp á bakkann. Þar lá hann kyrr, enda hafði hann næstum misst með- vitund. Þegar hann fékk fulla meðvitund að nýju, gerði hann sér grein fyrir því, að Hvirfilbylur lá þar nálægt honum á árbakkanum. Þar skammt undan stóðu báðir hestarnir þeirra. Þeir létu hausinn hanga máttlaus- an niður og gengu upp og niður af mæði. Hann leit á klettana, sem gnæfðu þarna hátt uppi yfir honum. Þar gat ekki að líta neina Indíána, sem skimuðu niður fyrir klettabelt- ið, ekki enn þá. „Hvirfilbylur, við verðum að flýta okkur burt!“ hrópaði hann til félaga síns. „Við erum alveg prýðileg skot- mörk, meðan við liggjum hérna.“ Þeim var það næsturn um megn að skreiðast á bak. Og hestarnir voru svo uppgefnir, að þeir komust varla meira en fetið. Bill leit aftur fyrir sig, þegar hestarnir höfðu lötr- að 100 metra, og sá þá röð Indíána hæst uppi á klettunum. Þá bar þar við himininn. Hann skaut einu skoti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.