Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 100
98
sinni á 160 ekrur af landi í opin-
berri eign með því að greiða bara
svolítið gjald fyrir. Svo fékk sá
hinn sami fullan eignarrétt yfir
landinu að 5 árum liðnum, ef hann
hafði ræktað land sitt og stofnað
þar bú. En Hvirfilbylur gat alls
ekki trúað því, að nokkur frjáls
maður vildi setjast „í helgan stein“
og fara að búa af frjálsum vilja.
„Ég þori að veðja, að það hefur
einhver kvenmaður fengið þig til
þess arna, Bill. Hver er það,- sem
ætlar að smella á þig hnappheld-
unni“?
„Ég hef ekki beðið hennar enn-
þá, en, jæja, það er hún Flora Kend-
all, sem ég hef í huga“.
„Þessi stelpa í Sun City? Hef-
urðu þá hitt hana, síðan við fórum
á dansleikinn þar forðum"?
„Nei, en ég skrifaði henni nokk-
ur bréf. Nú er ég búinn að koma
öllu í lag hérna, og því ætla ég að
skreppa þangað á klárnum mínum
í næstu viku og biðja hennar“.
Næsta dag komst hann að því,
að hann var orðinn of seinn. Flora
Kendall var þá alveg nýgift ein-
um af beztu vinum hans, nauta-
smala einum, Joe Robinson að
nafni.
Sex mánuðum síðar hrasaði hest-
ur Joe við nautasmölun, og Joe
hálsbrotnaði. Þegar Bill frétti, að
Flora væri orðin ekkja, algerlega
eignarlaus og barnshafandi, kom
hann henni fyrir hjá öldruðum
hjónum í Sun City og borgaði þar
fyrir fæði og herbergi handa
henni. Hann beið í ár, og að þeim
tíma liðnum bað hann hana um
að giftast sér. Hún gaf jáyrði sitt,
ÚRVAL
og þau fluttust á býlið hans við
Bluff Creek vorið 1877.
MENNTUN LÖGGÆZLUMANNS.
Bill fékk tækifæri til þess að
gerast löggæzlumaður í september
haustið eftir. Búreksturinn gekk vel,
og Flora átti nú von á öðru barni
sínu. En 14 stunda þrældómur á
degi hverjum nægði samt ekki til
þess að draga úr eirðarleysi hans.
Síðla kvöld eitt sat hann á réttar-
girðingu og var í þungum þönk-
um. Þá kom ríðandi maður þeys-
andi til hans og stökk glæsilega af
baki fyrir framan hann.
Þetta var vinur hans, Bat Mast-
erson að nafni. Masterson var
frægur leiðsögumaður, vísunda-
skytta og fjárhættuspilari, og skot-
fimi hans var blátt áfram ævin-
týraleg. Því hættu fáir sér í hend-
urnar á honum. Hann var mesta
glæsimenni í klæðaburði og hafði
nýlega tekið að klæðast glæsilega
útsaumuðum mexíkönskum reiðbux-
um, skrautlegum mittislinda og
stuttum flauelsjakka. Yfirleitt hefði
slíkur búningur orðið til þess, að
hent hefði verið gaman að þeim, er
bar hann. En það var ekki álitið
heppilegt að henda gaman að Mast-
erson. Menn álitu það öruggara að
sleppa því alveg.
„Strákarnir í Dodge City vilja,
að ég bjóði mig fram sem lögreglu-
stjóra hreppsins í haust“, sagði
Masterson, eftir að þeir höfðu skipzt
á kveðjum. „Nú eru breyttir tím-
ar“, hélt hann áfram, þegar hann
sá undrunarsvipinn, sem kom á Bill
við þessi óvæntu tíðindi. „Nú er
Dodge City að verða virðulegur bær