Úrval - 01.10.1967, Page 106

Úrval - 01.10.1967, Page 106
104 URVAL að hitti hann marga gamla, kunn- ingja, vísundaskyttur, nautasmala og einnig gikkglaða náunga, sem hann hafði fylgt út úr Dodge City. Einnig voru þar margir bændur úr héruðunum umhverfis Dodge City, sem höfðu misst allt sitt í hríðinni miklu. Það bættust við nýir land- nemar á hverjum degi, þangað til þeir voru orðnir 100.000 talsins. Þeir biðu allir eftir óskastundinni miklu, sem koma mundi klukkan 12 á há- degi þ. 22. apríl árið 1889, en þá átti að opna héraðið opinberlega til frjáls landnáms. Menn reyndu að koma sér í sem bezta aðstöðu til þess að hefja „kapphlaupið mikla um jarðnæði". Nú hafði myndazt þarna röð af hestum og vögnum á 170 mílna löngu svæði. Og stundin nálgaðist. Kvöldið áður en kapphlaupið skyldi hefjast, rabbaði Tilghman við nokkra gamla vini frá Kansasfylki. „Þetta verður slæm nótt,‘ sagði hann. „Ég held, að við ættum að halda hópinn og vera vel á verði. Ég hef orðið var við það nokkrum sinnum nú þegar, að einhverjir ná- ungar hafa litið hestinn minn ágirndaraugum.“ Þessa nótt var mörgum hestum stolið, en þeir fé- lagarnir misstu samt engan hest. Og stundvíslega klukkan 12 á há- degi næsta dag lagði riddaraliðs- maður lúður að vörum sér og blés einn hvellan tón, en síðan hleypti hópur riddaraliðsmanna af rifflum sínum beint upp í loftið. En skot- hríð þessi drukknaði algerlega í hinni dunandi hljómkviðu hófa, sem lömdu jörðina æðislega, er öll hersirigin æddi af stað. Tilghman og vinir hans höfðu undirbúið þetta augnablik vandlega. Þeir voru nokk- uð aftarlega í þyrpingunni, þegar lagt var af stað. En hestar þeirra voru af úrvals kyni og alveg óþreyttir. Og það leið því ekki á löngu, þangað til þeir voru komnir framarlega. Þeir náðu ákvörðunar- stað sínum um mitt síðdegið. Þar var um að ræða landsvæði, sem reisa skyldi bæinn Guthrie á, en þar ælaði Bill að helga sér góða lóð undir verzlunarfyrirtæki. Þeir bundu hesta sína, athuguðu landið, negldu svo niður mælingahæla sína og gerðust þannig fyrstu borgarar hins nýja bæjar. Um kvöldið höfðu landnemarnir helgað sér hvern jarðarskika og hverja bæjarlóð. Bærinn Guthrie hafði vaxið mikið á þessum eina degi og taldi nú 15.000 íbúa. Fólkið var glatt og gerði sér von- ir um framtíðina þessa fyrstu nótt sína í bænum. Bænir þess voru inni- legri en venjulega, brennivínsáflog- in ofsafengnari og jarða- og ióða- braskið æðislegra. En svo komu timburmennirnir næsta morgun, bæði líkamlegir og andlegir. Og þeir voru ekkert smásmíði, því að það ríkti algert öngþveiti í Guthrie. Þar var ekkert ferskt vatn að fá og ekki bafði verið skipulögð þar nein sorphreinsun. Það höfðu ekki verið grafnar neinar saurþrær né af- rennslisskurðir. Það sáust engin merki um neina löggæzlu. Enginn hafði hugsað fyrir neinum eldvörn- um. Og verst af öllu var sú stað- reynd, að þarna var ekki um nein hús að ræða handa þessum 15.000 sálum, heldur ólögulegar þyrping-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.