Úrval - 01.10.1967, Síða 111

Úrval - 01.10.1967, Síða 111
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. . . 109 laggirnar búgarði þar nálægt, þar sem hann lagði stund á hrossakyn- bætur og hrossasölu. Þar ól hann upp hesta af úrvalskyni. Reksturinn gekk prýðilega allt frá byrjun, og brátt varð búgarðurinn eins og seg- ull, sem dró til sín fólk alls staðar úr nágrenninu. Alls konar félög fóru þangað í skemmtiferðir og fé- lagsmenn snæddu þar nestið sitt. Fólkið horfði á hestana keppa á hlaupabrautunum á býlinu, horfði á hanaslagi og kynnti börn sín þessum löggæzlumanni, sem var nú orðinn að eins konar goðsagnakenndri per- sónu. Hver dagur var eins konar hátíðisdagur, og Tilghman var alls staðar miðdepill athyglinnar og stjórnaði öllu, sem fram fór. Hann hafði innilega gaman af öllum þess- um látum eftir hin einmanalegu ár í smalamennskunni og við leitar- störf í auðnunum. Tilghman var kosinn lögreglu- stjóri í Lincolnhreppi árið 1900 og endurkosinn með geysilegum meiri- hluta árið 1902. Á miðju öðru starfstímabili sínu árið 1903 giftist hann hinni 23 ára gömlu Zoe Stratton, dóttur bónda eins, sem var vinur hans. Þetta var kát og fjörug stúlka. Hún þeysti um með nauta- smölunum, snaraði kálfa og naut og brennimerkti þau af mikilli leikni. Hún var mjög hugrökk og hafði vit á nautgriparækt. Hún gat rætt um kyngæði og ættir nauta af mik- illi kunnáttu við þaulvana naut- griparæktarmenn. Hún hafði gengið í fylkisháskólann í Oklohoma, og hún orkti ljóð síðla kvölds við birt- una frá olíulampa, sem stóð við rúm hennar. Hún var geysilega stolt af Tilghman, ól honum þrjú börn og reyndist honum hin prýðilegasta eiginkona í hvívetna. Haustið 1904, þegar Tilghman hafði verið lögreglustjóri Lincholn- hrepps í tvö starfstímabil, tilkynnti hann, að hann gæfi ekki kost á sér aftur til þessa starfs. Honum fannst, að hann hefði nóg að gera að sjá um búgarð sinn og aðrar fasteign- ir, sem hann átti, og hann var nú orðinn fimmtugur. Hann hafði lagt fram sinn skerf. Nú fannst honum, að það væri komið að ungu mönn- unum að eltast við afbrotamenn- ina. Zoe var himinlifandi yfir því, að mega nú eiga von á að hafa mann sinn hjá sér oftar en endrum og eins, en sú dýrð stóð ekki lengi. Hálfum þriðja mánuði eftir að síð- ara starfstímabili hans var lokið, til- kynnti hann það kvöld eitt, að hann væri að fara suður til Mexíkó. „Gjaldkerinn hjá Friscojárn- brautarfélaginu stakk af með nokk- ur þúsund dollara og er nú í felum suður í Mexícó", sagði hann. „Ég hef verið beðinn um að finna hann og koma með hann með mér til Bandaríkjanna." „Ég hélt, að þú ætlaðir að láta ungu mennina um slík störf“, sagði Zoe ásökunarrómi. Sem svar við þessari athugasemd hennar rétti hann henni bréf eitt stoltur á svipinn. Það var skrifað á bréfsefni Hvíta Hússins, og í því var Tilghman beðinn um að taka að sér starf þetta sem „sérstakur fulltrúi Theodore Roosevelts, for- seta Bandaríkjanna.“ „Þegar forsetinn biður mann um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.