Úrval - 01.10.1967, Qupperneq 113
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚI. . .
111
allir aðrir í Villta Vestrinu til að
grípa byssuna, ef þörf krefur, og
enginn sé leiknari í að meðhöndla
hana né hitti betur í mark. Þú getur
ekki borið á móti því, að slík hæfni
er þýðingarmeiri en einskær
heppni.“
„Það er satt“, viðurkenndi Tilgh-
man.
„Og samt dugar slíkt ekki alltaf.
Þú gætir samt orðið ofurliði bor-
inn. Það hlýtur að vera eitthvað
annað, sem tryggir þér ávallt sigur.“
„Ja, herra“, sagði Tilghman hugs-
andi, „sko, þegar maður hefur rétt-
inn sín megin, þá hefur maður allt-
af yfirburði yfir mótstöðumanninn."
HANDBENDI GLÆPAMANNA
í RÖÐUM LÖGGÆZLUMANN-
ANNA.
Tilghman hafði hætt öllum lög-
gæzlustörfum fyrir löngu, þegar
honum barst beiðni um að hreinsa
til í bænum Cromwell. Það var
olíubær, þar sem lög og réttur
höfðu orðið að láta í minni pokann
fyrir ofbeldisseggjunum, og ríkti
þar orðið hálfgert neyðarástand.
Hann hafði verið lögreglustj óri í
Oklahoma City í tvö ár og hafði
síðan setið á fylkisþinginu og tekið
að sér ýmis löggæzlustörf, þar sem
þörf var fyrir sterkan mann til
þess að gæta þess, að lögum væri
framfylgt. Síðustu tvo áratugina
hafði hann svo notið lífsins á kyn-
bótabúgarði sínum, sem gaf af sér
góðan arð.
En hann var vanur að hlaupa und-
ir bagga, þegar aðstoðar hans var
þörf til þess að veita borgurunum
nauðsynlega löggæzluþjónustu. Og
ráðleggingar vinar hans eins urðu
til þess að hann tók ákvörðun.
„Gerðu þetta ekki, Bill“, sagði vin-
ur hans við hann. „Þú ert orðinn
sjötug'ur. Þú ert ekki eins fljótur
að grípa til byssunnar og þú varst
áður fyrr. Og sjónin er farin að
daprast. Það er tími til þess kom-
inn að þú gerir þér grein fyrir því,
að þú ert orðinn gamall maður.“
Zoe hlustaði á þessar ráðleggingar
vinarins döpur í huga, því að hún
gerði sér grein fyrir því, að sært
stolt eiginmanns hennar gerði hon-
um það nú ómögulegt að neita
hj álparbeiðninni.
Annan daginn við löggæzlustörf
sín í Cromwell kom maður nokkur
í heimsókn í skrifstofu hans. Það
var Wiley Lynn, löggæzlumaður
þar í bæ, sem sjá átti um, að vín-
bannlögunum væri hlýtt. „Þar sem
við erum einu löggæzlumennirnir
hér í bænum“, sagði Lynn við hann,
„þá fannst mér> að við ættum að
kynnast og hjálpa hvor öðrum í
starfinu."
„Það gleður mig að eiga von á
samvinnu yðar, herra Lynn“, svar-
aði Tilghman. Ég set mig í samband
við yður, ef þörf krefur.“
„Ef þér finnið einhverja brugg-
ara og smyglara, skal ég sjá um
þá“, sagði Lynn. „Lengra nær mitt
vald ekki, og það gleður mig stórum.
Bruggarar og smyglarar eru við-
mælandi, en sama er ekki hægt að
segja um morðingjana, sem leika
lausum hala hér í bænum. Vitið þér,
hve mörg morð eru enn óupplýst
hér? Tíu! Og vitið þér, hvers vegna
morðingjarnir leika enn lausum
hala? Það er vegna þess að það