Úrval - 01.10.1967, Page 114

Úrval - 01.10.1967, Page 114
112 fundust aldrei nein lík. Ég get sagt yður, hvar sum líkin eru. Vitið þér, hvar þessir stóru, kringlóttu olíugeymar eru? Ef líki væri hent niður í slíkan geymi, fyndist það ekki fyrr en geymirinn yrði hreinsaður, en það er ekki gert nema á þriggja ára fresti. Vitið þér annars, hver urðu endalok síðasta lögreglustjórans okkar? „Nei, herra minn“, svaraði Tilgh- man. „Það veit enginn um það með vissu, en ég get svo sem vel getið mér þess til. Hann er áreiðanlega í einhverjum af þessum stóru olíu- geymurn." Tilghman fannst eitthvað ein- kennilegt við þessa heimsókn og velti því fyrir sér, hvað það væri. Var þarna um að ræða duibúið til- boð um mútur? Var þarna um að ræða illa dulda hótun? En hann gleymdi þessu fljótlega, þegar hann fór að láta til sín taka þarna í bænum. Hann gætti þess að koma alltaf á vettvang, hvenær sem upp úr sauð eða útlit var fyrir, að svo yrði. Hann skipaði svo fyrir, að koma skyldi fyrir vatnstunnum á hverju götuhorni, og skipulagði brunaliðssveit sjálfboðaliða, sem skyldi grípa til vatnsins, ef þörf gerðist. Hann bannaði konum og börnum að vera á ferli eftir klukkan 9 á kvöldin. Einnig samdi hann um það við umferðarprédikara, að hann skyldi koma reglulega til Cromwell á ferðum sinum og halda þar sam- komur. Og hann fékk forráðamenn olíufélags eins til þess að láta breyta einum af vörubílum félags- ÚRVAL ins í sjúkrabifreið fyrir bæjarfé- lagið. En hann var samt enn ekki bú- inn að skera á aðalkýlinu. Tvö helztu vandamálin í bænum voru heimabrugg, smygl og leynivínsala annars vegar og smygl, sala og neyzla eiturlyfja hins vegar. Og það var erfitt að grafast fyrir rætur þessara meinsemda. Dag einn tók Tilghman fastan vínsmyglara, sem var með fjóra kassa af whiskyi í bilnum sínum. Hann fór með hann til lögreglustjórans í Wewoka, svo að hægt væri að draga hann þar fyrir dómstólana. 24 klukkutímum síðar sá Tilghman manninn ganga inn í kvikmyndahús í Cromwell. Hann hringdi strax til lögreglu- stjórans í Wewoka og krafðist skýr- ingar. „Auðvitað sleppti ég honum“, svaraði lögreglustjórinn. Wilej' Lynn hringdi í mig og sagði mér að gera það. Hann sagði, að það væru ekki nægileg sönnunargögn fyrir hendi til þess að halda mann- inum í fangelsi." Tilghman glotti, þegar hann lagði heyrnartækið frá sér. Lynn var þá handbendi glæpamannanna, sá, sem bjargaði málunum við, þegar ein- hver þeirra lenti í klandri. Þessu var örugglega þannig farið, hvað bruggarana og smyglarana snerti og líklega einnig, hvað snerti smygl og dreifingu eiturlyfja. NÝIR TÍMAR OG NÝIR SIÐIR. Ýtarlegri rannsókn Tilghmans sannaði, að hann hafði rétt fyrir sér í þessu efni, þótt aðalpaurinn í eiturlyfjaglæpahringnum væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.