Úrval - 01.10.1967, Page 117
SÍÐASTI RÍKISLÖGREGLUFULLTRÚl...
115
belti hans, og skaut Tilghman þrem
skotum beint í magann.
Það færðis dálítill undrunarsvip-
ur yfir andlit Tilghmans. Hann
reyndi að segja eitthvað, en það
komu engin orð fram á varir hon-
um. Hann lokaði munninum, síðan
augunum, og svo hneig hann niður.
Hann var látinn, áður en hann
skall á gangstéttina.
Það var erfitt að finna mann, er
gæti orðið eftirmaður Tilghmans.
En að lokum var einn góðvinur og
skj ólstæðingur Tilghmans, Joe Hag-
en að nafni, gerður að lögreglu-
stjóra í bænum. Honum var mjög
illa við að taka við starfinu, en
hann komst að því sér til mikillar
undrunar, að starfið var alls ekki
erilsamt. Hann hafði mjög lítið að
gera. Það hafði orðið algert upp-
nám í bænum, þegar Tilghman var
skotinn til bana eins og hundur.
Fólk hafði fyllst heift í garð glæpa-
mannanna. Og þeir höfðu blátt á-
fram verið reknir burt úr bænum
eða höfðu haft vit á því að forða
sér. Þarna var um að ræða nokkurs
konar siðvæðingarhreyfingu, sem
hafði myndazt alveg ósjálfrátt, án
þess að ákvörðun hefði verið tekin
um slíkt.
„Bill Tilghman hreinsaði sannar-
lega til hér í bænum, þótt hann
væri kominn í gröfina“, sagði Hag-
en síðar. „Ég hef aldrei séð dæmi
um slíkt fyrr. Og ég býst ekki við
að sjá það aftur.“
„Þegar ég fór fyrst til New Yorkborgar", sagði leikarinn og rit-
höfundurinn Robert Benchley, „var ég varaður við og mér sagt að gæta
nú vel að öllum tálsnörum og syndabælum þessar hættulegu borgar,
og það gerði ég sannarlega. En þetta var á súnnudegi, og þær voru
allar lokaðar."
Earl Wilson
Rithöfundurinn Max Beerbohm var óskaplega smávaxinn og nettur
á allan hátt. Þessi pínulitli maður bjó í pínulitlu húsi á strönd Italíu
og sýslaði við pínulitla hluti. Hann kaus heldur að skrifa eina máls-
grein en heila blaðsiðu og hlut úr málsgrein fremur en heila máls-
grein. Hann eyddi næstum hálfri öld í að reyna að verða ekki á vegi
fjöldans. Það var allt i örsmáum sniðum, er hann snerti, allt frá tekj-
um hans til adrenalínframleiðslu nýrnahettanna, allt frá matarlyst
hans til vinnuafkasta, en gæðin voru óumdeilanlega fyrsta flokks. Þegar
ég heimsótti hann, skömmu áður en hann dó, sagði hann við mig:
„Það hefur verið metuppskera hjá mér í ár: tvær flöskur af olífuoliu
og næstum full flaska af vini.
Alan Pryce-Jones