Úrval - 01.10.1967, Page 121
DAUÐAGANGAN Á BATAANSKAGA
119
hvenær sem þeim gafst tækifæri
til.
Japönsku hermönnunum var
kennt að kjósa heldur dauðann en
að gefast upp. Þeir litu mjög niður
á óvinahermenn, sem gáfust upp
með þægð og auðsveipni, þótt þeir
hefðu enn mátt til þess að verjast
eða binda endi á líf sitt. Þeir höfðu
ekki heldur neina ástæðu til þess
að elska Bandaríkin eða Filippsey-
inga. Mannfall Japana á Bataan-
skaga hafði verið mjög mikið, og
hefndarþorsti þeirra var því mikill.
Það var að vísu ekki um að ræða
yfirvegaða áætlun um að misþyrma
föngunum, pynda þá eða drepa, enda
hefðu fangaflutningar þessir þá orð-
ið jafnvel enn hryllilegri. En þetta
var lítil. huggun fyrir þær tugþús-
undir, sem máttu þola Dauðagöng-
una á Bataanskaga.
Það átti að safna föngunum sam-
an í bænum Balanga, en það fór
allt í handaskolum. Allt það um-
stang einkenndist af skipulagsleysi,
ósamræmi og skorti á eftirliti og
stjórn. Þetta átti ekki að taka nema
einn dag samkvæmt áætlun Japana,
en það tók samt nokkrar vikur,
hvað suma fangana snerti. Sumum
reyndist þetta algert víti, þar sem
skefjalaus ruddaskapur og grimmd
var allsráðandi.
Hermenn Luzonliðaflans streymdu
í áttina til Balanga hvaðanæva af
suðurhluta Bataanskaga. Þeir voru
þreyttir og hrjáðir og héldu áfram
skipulagslaust undir stjórn jap-
anskra hermanna, sem virtust al-
veg ringlaðir og ekki vita, hvað
gera skyldi hverju sinni. Sumir
fangarnir voru fluttir í fólksbílum
og vörubílum, en aðrir gengu. Þeir
ferðuðust ýmist í stórum fylkingum
eða í smáhópum. Sumra var gætt
af varðmönnum, en aðrir voru eft-
irlitslausir. Þeir gengu og gengu og
stundum gengu þeir sömu leið til
baka. Stundum miðaði þeim varla
ekkert áfram, en stundum voru
þeir neyddir til þess að hlaupa. Þeir
gengu tímunum saman í kveljandi
sólarhitanum og kæfandi rykinu, en
stundum biðu þeir húkandi við þjóð-
veginn tímunum saman í steikjandi
sólarbrunanum.
Margir fanganna voru rændir öllu
því verðmæti, sem þeir höfðu með-
ferðis, en frá öðrum var ekkert
tekið. Sumum var gefinn matur og
vatn, en margir fengu ekki neitt. Oft
notuðu verðirnir riffilskefti sín eða
byssustingi til þess að herða á
föngunum. Stundum voru fangarnir
teknir af lífi, þegar þeir fóru úr
röðinni eða vöktu reiði sigurvegar-
anna á einhvern annan hátt. Margir
örmagna menn dóu bara drottni
sínum á leiðinni.
Sumir japönsku varðmennirnir
voru vingj arnlegir, en aðrir skeyttu
varla hætis hót um fangana. Margir
virtust hafa mikla ánægju af að
sýna grimmd og ruddaskap og gerðu
sér far um að meiða fangana. Aðrir
virtust vart vita, hvað til bragðs
skyldi taka, og misstu alveg stjórn
á sér í móðursýkiskenndu æði, þeg-
ar fangarnir skildu ekki skipanir
þeirra.
Það var farið vel með 3.000 sjúkl-
inga, sem voru í einu sjúkrahúsi
Luzonheraflans, og þeim og hjúkr-
unarliðinu var gert lítið til miska.
En á hinu almenna sjúkrahúsi á