Úrval - 01.10.1967, Page 124
Eftir Robert Vitolniek.
jgl fíF Sagan hefst á því þeg-
ar áhugi minn á stjörnu-
fræði var vakinn. Þá
átti ég heima í Liepaja á
Eystrasalti. Móðir mín
var lögfræðingur, faðir minn arki-
tekt. Ég var í fimmta bekk í barna-
skóla og auk þess í tónlistarskóla,
þar sem ég lærði að spila á fiðlu.
Einu sinni þegar ég var í prófi þar,
fór ég óþarflega snemma að heim-
an og ætlaði þangað. Vegna þess að
mér lá ekkert á, fór ég inn í bóka-
safn til þess að hlusta á erindi um
Marz. En svo varð ég að fara í
miðjum klíðum, og það gerði ég
sárnauðugur, því mig langaði svo
mikið til að fræðast um þessa dul-
arfullu plánetu. En ég mátti til að
mæta í tæka tíð í tónlistarskólan-
um.
Nú var áhuginn vaknaður. Ég fór
að viða að mér bókum, og fyrst las
ég Entertaining Astronomy, síðan
alþýðlegar fræðibækur, um himin-
geiminn og stjörnurnar. Á hverju
sumri að heita mátti kom ég í les-
stofu bókasafnsins. Við lásum þess-
ar bækur saman, móðir mín og ég,
og þegar stjörnurnar voru kviknað-
ar á loftinu að kvöldi, fórum við að
leita að stjörnum og stjörnumerkj-
um með tilhjálp stjörnukorts sem
við áttum. Móður minni fór að þykja
svo gaman að þessu að nú er hún
að gera athuganir á sögu stjörnu-
fræðinnar. Hún er mér til mikillar
aðstoðar, því hún kann átta tungu-
mál og af þeim þýðir hún fyrir mig
úr stjörnufræðibókum.
í þá daga vakti það fyrir mér að
verða hinn fyrsti geimfari. Ég vissi