Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 21
18
arlegur og ljúfur í umgengni, elsk-
aður og virtur af öllum. Heiðríkja
hugans og einfaldieiki hjartans
sveipa hann þokka fullkominnar
ljúfmennsku". Le Notre skildi ekki
eftir sig neinar endurminningar frá
œvi sinni, aðeins nokkrar skipu-
lagsteikningar og áætlanir. Minn-
ingin um hann iifir samt um aldur
og ævi í þeim framkvæmdum, sem
hann stjórnaði, fegurstu skrúðgörð-
um Vestur-Evrópu.
Hann fæddist í París 12, marz
og sökum stöðu sinnar gat fað-
ir hans veitt honum menntun í
æsku. Fyrst nam hann málaralist
og síðan húsagerðarlist (architec-
ture), en 22 ára að aldri lagði hann
að fullu og öllu bæði frá sér pensil-
inn og teiknibrettið og hóf störf með
föður sínum við garða Tuileries-
hallar. Þó þegar virðist hann hafa
vakið eftirtekt, því óri seinna trygg-
ir Lúðvík 13. honum með eigin
hendi aðal-garðyrkjumanns-em-
bættið að föður sínum látnum, —
hvað svo skeði, þegar André var
fertugur. Tuttugu og sex ára
kvæntist hann æskuleiksystur sinni
— og elskaði eiginkonu sína og
fjölskyldu alla ævi, þótt slík tryggð
teldist ekki beinlínis tízkufyrir-
brigði á þeirri öld. Eftir að þau
hjón höfðu misst öll börn sín þrjú,
ól Le Notre systkinasyni sína upp
til að taka við störfum af sér.
Lúðvík 13. átti einn bróður, sem
bar tignarheitið hertoginn af Orlé-
ans og naut hann ráða hins unga
Le Notres við að skipuleggja Lux-
embourg-garðana. Seinna skipu-
lagði Le Notre snilldarvel gerðan
garð fyrir biskupinn af Neaux og
Wímm.
IMfiPPÍg
Einn af göröum Le
Notrés í Versölum.
Tjarnir og gosbrunnar í
baksijn. ’ ' Stígur með
formklipptum trjám
og klassiskum styttum.
mmrmm
:
19
kvað vera hrein hugvekja að ganga
um þann garð. Fljótlega fóru ýmsir
fleiri þekktir menn að leita til hans,
þeirra á meðal Francois Mansart,
sem þá var þekktastur allra bygg-
ingafræðinga.
Þýðingarmesta stund í lífi hans
var samt þegar Nicolas Fouquet,
hinn metorðagjarni fjármálaráð-
herra, leitaði aðstoðar hans við að
byggja skemmtigarða kring um
nýja höll skammt frá Fontainbleau.
Þrjú þorp voru jöfnuð við jörðu og
upp reis í stað þeirra Vaux-le-
Vicomte. Fimm ár vann Le Notre
við skrúðgarðana þar og að lokum
gat Fouquet boðið hinum unga
konungi Lúðvík 14. og hirð hans til
veglegrar vígsluhátíðar hinn 17.
ágúst 1666. Þar snæddu sex þúsund
g'estir af gull- og silfurdiskum. —•
Moliére stjórnaði sýningu á gaman-
leik úti í garðinum, hljómsveit lék
og ballettar voru dansaðir. Hátíða-
höldum lauk með feikilegri flug-
eldasýningu, sem myndaði geysi-
stór L innan í ljóshring, en gervi-
hvalur blés um leið eldi og reyk
úti í síki, sem lá eftir garðinum.
(L merkir Louis eða Lúðvík).
Þrem vikum síðar var Fouquet
handtekinn og ákærður fyrir að
hafa dregið sér fjármuni ríkisins
til að fullnægja glysgirni sinni.
En áður en hátíðahöldunum lauk
höfðu Lúðvík konungur 14, og Le
Notre farið í all-sögulega göng'u-
ferð um hinn nýja hallargarð, en
tvær mílur eru frá hallarveggjum
yfir í fjarlægari enda garðsins. —
Konungur gekk á rauðum, hælahá-
um skóm og sveiflaði allháum staf
með gullhnúð á endanum, en við