Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 72

Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL Meðan Guiness er ekki að leika, dundar hann í garðinum sínum, les eða heimsækir nokkra góða kunn- ingja. Hann og kona hans Merula, sem er fyrrverandi leikkona, búa í íburðarlitlu, fimm herbergja ein- býlishúsi nálægt Petersfield í Hampshire, þar sem þau hafa tvo hunda, kött, tvo litla hesta og páfa- gauk. Einnig eiga þau íbúð í Knightsbridge i London. Guinness hefur hvorki í þjónustu sinni fastráðinn einkaritara né um- boðsmann. Og þar sem hann kýs helzt að fá að vera í friði, lifa kyrr- látu lífi og dunda við fiskveiðar, leitar hann nú fyrir sér um kaup á húsnæði á afskekktri eyju í skozka eyjaklasanum. Frú Guinness sér um alla matseld og einnig, er þau hafa smá veizlur. Þau eiga einn son, er heitir Matthew. Hann er 27 ára og er líka leikari, Alec Guinness var sleginn til riddara 1959. Hann er óvenjulega hlýr og vingjarnlegur maður. „Þegar ég ræði við unga leikara, geri ég þá venjulega bálreiða með því að segja þeim, að það sé meira virði að reyna að verða sannur og nýtur maður heldur en fyrsta flokks leikari,“ segir hann. Skakki turninn í Pisa. Melvin Esrig, prófessor í verkfræði við Cornellháskólann i Banda- rikjunum heldur því fram, að það mætti rétta skakka turninn í Pisa á Ítalíu með hjálp rafmagns, a.m.k. að töluverðu leyti. Ef rafstraumur væri látinn strevma miiii tveggja járnrafskauta, sem komið væri fyrir í jarðveginum á þeirri hlið, sem snýr frá hallanum, mundi slíkt draga vatn úr jarðveginum undir hærri hlið turnsins. Um leið mundi jarð- vegurinn síga þeim megin og turninn með, þannig að hallinn minnkaði. M.I. „Ég veit, að það er framkvæmanlegt”, sagði gamall skipasmiður eitt sinn, þegar um var að ræða mjög erfitt viðgerðarstarf. Þegar hann var spurður að því, hvernig hann vissi það, svaraði hann: „Spyrj- ið mig ekki svo margra spurninga. Ég get ekki skilið allt, sem ég veit”. R.E.L. Roskin kona gekk inn i bókabúð i Stokkhólmi, benti á vel þekkta sænska alfræðiorðabók, sem gefin er út í einu bindi og heitir „Hve- nær, hvar, hvernig"?, og hvíslaði ofur lágt að afgreiðslustúlkunni: „Er þetta ein af þessum ósiðlegu bókum”? L.H. Viðskiptavinur í sjálfsafgreiðsluverzlun segir við stúlkuna, sem hamast við að stimpla inn á búðarkassa við útganginn: „Lesið þér verðin, eða spilið þér bara eftir eyranu”? J.M,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.