Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 22

Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 22
20 ÚRVAL hlið hans gekk Le Notre kiæddur í brún föt, fremur einföld í snið- um og benti af og til með sterk- legum fingrum sinum. Konungur tók vel eftir öllu, hann athugaði tjarnir, gosbrunna, runna, limgerði og blómabeð, sem líktust austur- lenzkum teppum í litskrúði sínu, i stuttu máli alla þá dýrð, sem enn er þar að sjá. Konungurinn varð stórhrifinn og fól Le Notre fljót- lega að vinna sams konar krafta- verk við Versailles-höll. Þar tókst Le Notre að breyta sviplausu landslagi í einhvern frá- bærasta skemmtigarð og dýrðleg- asta unaðsreit, sem um getur. Garð- urinn skiptist í 3 aðalhluta og svim- háar tölur sýna stærð þeirra hvers um sig: Grand Parc 15800 ekrur, Petit Parc 4200 ekrur, og síðast en ekki sízt hinn konunglegi veiði- garður 16000 ekrur að flatarmáli. Enginn maður hefur breytt lands- lagi eins og Le Notre gerði, eink- um við Versailles-höll. Hann slétt- aði þar hæðir, gróf dali og stöðu- vötn og flutti til feikn af jarðvegi. Síðan hefur lystihöll Lúðvíks 14. gnæft í tign sinni nærri 300 ár yfir gosbrunnum, iindum, blómabeðum, runnum, trjám, grasflötum og göngustígum, eins og Le Notre gekk frá þeim. „Hann er mikilmenni,“ skrifaði konungur eitt sinn með eigin hendi. En konungurinn var einnig bæði garðyrkjumaður og byggingafrömuður á sinn hátt. — Fjörutíu ár unnu þeir Le Notre og hann að því að fullkomna garðinn. Konungur skipti stundum á skón- um með rauðu hælunum og stíg- vélum, svo að hann gæti gengið um athafnasvæðið með garðyrkjumeist- ara sínum. Stundum fékk hann sér þá klippur í hönd til að snyrta ein- hvern smárunnann, eða þá að hann ræddi nýjar hugmyndir. En hann mátti ekki vera að því að bíða eft- ir að trén yxu upp og því lét Le Notre flytja þangað fullvaxin tré og gróðursetja að nýju við höllina, t. d. tíu þúsund álmviði frá Fianders, tvær milljónir af sérstakri runna- tegund frá Normandí, blómlaukar voru fluttir inn frá Konstantinopel og Norðurlöndum, blómstrandi jas- mínur og appelsínutré frá Spáni, átján milljón túlípanar komu fjór- um sinnum á ári frá garðyrkju- stöðvum, sem reistar voru fyrir höllina og þannig mætti telja leng- ur. Mestu erfiðleikarnir urðu í sam- bandi við vatnið, því enginn á renn- ur fram hjá höllinni. En Le Notre stíflaði þá Signu í 5 mílna fjarlægð, gróf skurði og jarðgöng gegnum hæðir, byggði vatnsgeyma og áveitustokka. Hann geymdi tvö þúsund milljón gallóna af fersk- vatni í tilbúnum stöðuvötnum, - - Síðan var því dælt og endurdælt með vindmillum, hestum og jafnvel sínum eigin fallþunga víðs vegar um garðinn og í gosbrunnana. Samt varð aldrei nægilegt vatn til að láta allar lindir og brunna vera í gangi í einu. Þá fékk konungurinn stórkostlega hugmynd einn ágúst- morgun sumarið 1684, að veita ánni Eure úr 600 mílna fjarlægð í vestri til hallarinnar. Le Notre varð yfir- stjórnandi verksins, en herinn lát- inn framkvæma erfiðið. Þar púluðu 30000 menn í þrjú ár. Byggja þurfti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.