Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
og það alveg að tilefnislausu? Það
hefði verið afsakanlegt, ef hann
hefði misst eitthvert tæki í gólfið
og það mölbrotnað við fallið.
Þegar heim kom úr þessum leið-
angri og ég var í miðjum stiganum,
opnaði sonur minn dyrnar á íbúð-
inni og kom fram fyrir, en á með-
an þær stóðu opnar, heyrði ég, að
konan mín sagði við einhvern „Nú-
jæja“. É'g hrökk í kút, en sagði
samt við strákinn: „Er nokkuð að“?
„Amma er víst að segja henni ein-
hverjar fréttir í símanum,“ sagði
piltur og var á hraðri leið út, enda
var hann með fótboltann sinn und-
ir hendinni. Hann er 11 ára gam-
all, sem sagt á fótboltaaldrinum. —
enda áhyggjuefnin ekki mörg á
þeim árum. Kvíðinn gekk ég inn
fyrir og heilsaði, fékk mér sæti og
þreif kaffikönnuna. Skapið batnaði
við kaffidrykkjuna og á meðan lauk
konan símtalinu. Hún kom og
spurði um niðurstöður rannsóknar-
innar hjá lækninum. Ég sagði, að
það hefði nú svo sem ekki neitt
reynzt vera að. Síðan spurði ég,
hvaða voða-fréttir hún hefði feng-
ið að heyra í símanum, en það
hafði þá bara verið hversdagsleg
kjaftasaga um fólkið í næsta húsi
við tengdamömmu.
Eitt er víst og það er, að orðið
nú-jæja er eitthvert hræðilegasta
orð, sem fyrirfinnst í nokkurri
orðabók. Þó held ég, að annað orð
sé á góðri leið með að verða jafn
ömurlega leiðinlegt, enda að líkum
komið í málið vegna slæmra þýð-
inga úr útlendum málum, Þetta er
orðið staðsettur. Vísindamenn eru
staðsettir hér og þar, tannskemmdir
sömuleiðis, (sbr. sjónvarpsþátt um
viðgerð tanna 7. maí 1968), að ekki
sé minnzt á ýmsar stöðvar til marg-
víslegra athugana. Þessar stöðvar
eru staðsettar hér og þar út um all-
an heim. Þannig mætti lengi telja,
en hér verður þó staðar numið að
sinni.
Dag einn fékk húsbóndi minn mér tímarit, þar sem var grein um
framleiðsluvöru samkeppenda okkar. Hann sagði mér. að klippa blaðið
með greininni á úr tímaritinu o,g senda úrklippuna tíl Lundúnaskrif-
stofu okkar ásamt fyrirspurn. Við hliðina á greininni var viðtal við
Elísabetu Taylor.
Nokkrum dögum síðar barst okkur svar Dundúnaskrifstofunnar með
eftirfarandi eftirskrift: „Vill kannske svo vel til, að þér hafið næstu
blaðsíðu úr tlmaritinu? Okkur þætti mjög gaman að fá að vita, hvað
icom fyrir E’lisabetu Taylor”.
Við svarið var fest blaðsíðan, sem send hafði verið til Lundúnaskrif-
stofunnar. Ég leit yfir síðustu setninguna á blaðsíðunni í viðtalinu
við Elísabetu Taylor: „Stundum vekur Richard mig um miðja nótt
og (framhald á næstu síðu)”.
Jurgen Caprano.