Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 9

Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 9
SJÓ VEITT Á EYÐIMÖRKINA 7 kílówatta af raforku, sem hún mun einnig framleiða daglega, munu verða meiri en öll framleiðsla raf- orkuveranna við Hooverstífluna. Dr. Jack Hunter, yfirmaður Eim- ingardeildarinnar í bandaríska inn- anríkismálaráðuneytinu, hefur skýrt blaðamönnum frá því, að svipaðar verksmiðjur gætu gerbreytt þeim eyðimerkursvæðum jarðarinnar sem að hafi liggja. Hann bætti því við, að kostnaðurinn við framleiðslu fersks vatns úr söltum sjó með hjálp kjarnorku kunni brátt að lækka svo, að þær stöðvar verði samkeppn- isfærar við venjulegar vatnsorku- stöðvar. Um þetta segir hann svo: „Við miðum nú að eimingarvatni, sem kostar um 1 cent fyrir hverja 450 lítra. Vatn frá venjulegum eim- ingarstöðvum kostar yfir 10 cent fyrir hverja 450 lítra, og er verð það allt of hátt. Verið er að athuga staðsetningu slíkrar stöðvar við Kaliforníuflóa, og hafa margir staðir komið til greina. En nú er álitið, að stærsta eimingarstöð heimsins verði reist nálægt Santa Clara í Mexíkó eða um 75 mílum fyrir sunnan bæinn Yuma, syðst í Arizonafylki. Staður þessi er nálægt helzta landbúnaðarsvæði Arizonafylkis, en svæði það er geysistórt, og einnig nálægt hinum frjósama Imperialdal í Kaliforníu, rétt fyrir norðan landa- mæri Mexíkó. Vatnið yrði síðan leitt í leiðslum með litlum tilkostnaði til bæjanna Mexicali og Yuma og Suð- ur-Kaliforníu, vegna þess að land- ið er þarna mjög flatt og því auð- velt að leiða vatn um það. Mánuðum saman hafa nú farið fram rannsóknir við Arizonaháskóla, er beinast að hugsanlegri gerð og byggingu stöðvar þessarar. Einnig hefur farið þar fram athugun og rannsókn á þeim breytingum, sem hið ódýra vatn og raforka mundi hafa í för með sér á svæðum þess- um, bæði hvað snertir iðnað, ferða- mannastraum, fiskiveiðar og einnig þær hugsanlegu breýtingar, sem kynnu að verða á öllu lífi í flóan- um, ef saltlögurinn yrði látinn streyma út í hann aftur, eftir að ferska vatnið hefur verið unnið úr sjávarvatninu. Verkfræðingar álíta, að það séu næstum því engar hættur samfara rekstri vatnseimingarstöðvar, þótt hún yrði rekin með kjarnorku, þar eð orkudeild verksmiðjubáknsins yrði vart hættulegri en venjulegur miðstöðvarketill. Þeir halda því fram, að það geti í rauninni ekki orðið sprenging í slíkri stöð. Væru allar byggingar þessa verk- smiðjubákns byg'gðar hlið við hlið í beinni línu, yrði báknið svipað á lengd og 33 knattspyrnuvellir. En báknið mun fremur líkjast fer- hyrningi eða hring að lögun, því að slíkt mun kosta miklu minna og viðhaldið mun einnig verða miklu ódýrara með því móti. En bákn þetta mun ná yfir samtals 1.5 millj- ón ferfeta svæði. Til þess að fá einn lítra af fersku vatni þarf sex lítra af sjó. Eigi að vinna 4.5 billjónir lítra á dag í stöð- inni, þarf þannig að dæla 27 billj- ónum lítra af sjó í gegnum kerfið. Til slíks þarf hvorki meira né minna en 200.000 mílur af ryðfríum rörum. Þau þurfa líklega helzt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.