Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 69
ALEC GUINNESS
67
Guinness, „hann er hundleiðinleg-
ur.“ Og þegar hann lék hlutverkið,
fléttaði hann inn í það eigin veik-
leika, sem gerði það mun áhrifa-
meira. Hann á sjálfur erfitt með að
bera fram stafinn r og lét hann það
koma fram. Gaf það hlutverkinu al-
gjörlega nýjan blæ.
Sum leikbrögð hans eru svo hár-
fín, að það er vart, að augað nemi
þau. Er það m.a. fólgið í því, hve
einkennilega hann heldur á vindli,
setur á sig gleraugu, eða hvernig
hann kippir óstyrkur í yfirvarar-
skeggið, þegar mikil spenna ríkir í
atburðarrásinni. Og það er ekki svo
sjaldan, að af göngulagi hans má
ráða, hvern mann persónan, sem
hann leikur, hefur að geyma. „Þeg-
ar ég hef á annað borð náð göngu-
laginu rétt, kemur allt hitt af sjálfu
sér,“ segir Guinness.
Maðurinn, sem hann leikur í
myndinni „The Comedians", á að
hafa flatfót, eftir því sem segir i
handritinu, sem rithöfundurinn Gra-
ham Greene samdi. „Ég varð að
spyrja sjálfan mig; hvernig gengur
maður með flatfót í raun og veru?“
segir Guinness. Og hann æfði sig
og æfði, þar til honum fannst, að
hann hefði náð göngulaginu rétt.
Þegar Guinness leikur, hlustar
hann af mikill athygli á, hvað hin-
ir leikararnir eru að segja, Og í
stað þess að bíða eftir ábendingu
um, hvenær hann eigi að koma inn,
fer hann iðulega með ýmiss konar
ósjálfráð látbrögð sem honum detta
í hug, þegar hann hlustar á þá.
Er hann vann að upptöku Hamlets,
lék leikarinn, sem fór með hlutverk
Rosencrantz af svo mikilli innlifun,
að Guinness, sem lék prinsinn,
gleymdi sér alveg og gat ekki ann-
að en fylgt ósjálfráðu viðbragði,
sem vaknaði hið innra með honum
og sló Rosencrantz slíkt bylmings-
högg, að hann féll því næst ofan í
hljómsveitargryfjuna. Eftir á baðst
Guinness innilega afsökunar. „Mér
þykir mikið fyrir þessu. En Rosen-
crantz var svo ósvífinn í meðförum
þínum, að ég gat ekki á mér setið
en að gefa honum ærlega utanund-
ir.“
Leikkonan Edith Evans, sem var
ein af fremstu leikkonum Breta, lék
oft með Guinness meðan hann var
ungur og óþekktur leikari. Og hún
minnist þess enn greinilega, hve
hann lagði mikið á sig til að ná
þeirri fullkomnun í leik sínum, er
hann hafði sett sér. „Alee gefur að-
eins það bezta af sjálfum sér,“ segir
hún. „Og hvort sem hlutverkið var
lítið eða stórt í sniðum, lagði hann
sig allan fram.“ í myndinni „The
Captains Paradiae“ átti hann að
dansa samba í tæplega eina mínútu.
Og til þess að geta nú gert það eins
og honum líkaði, æfði hann sig, þar
til hann dansaði eins vel og atvinnu-
dansari.
Guinness hefur, eins og öllum öðr-
um leikurum, einnig mistekizt. Þeg-
ar hann lék, 1966 í Royal Court
leikhúsinu, i Macbeth ásamt Simone
Signoret, fékk sýningin mjög slæma
dóma. „Til allrar hamingju les ég
aldrei gagnrýnina, fyrr en töluvert
seinna," segir hann. „Ég komst að
raun um fyrir nokkrum árum, að
það sem gagnrýnendur sögðu, hvort
sem það var lof eða last, jók á
feimni mína.“