Úrval - 01.07.1968, Síða 69

Úrval - 01.07.1968, Síða 69
ALEC GUINNESS 67 Guinness, „hann er hundleiðinleg- ur.“ Og þegar hann lék hlutverkið, fléttaði hann inn í það eigin veik- leika, sem gerði það mun áhrifa- meira. Hann á sjálfur erfitt með að bera fram stafinn r og lét hann það koma fram. Gaf það hlutverkinu al- gjörlega nýjan blæ. Sum leikbrögð hans eru svo hár- fín, að það er vart, að augað nemi þau. Er það m.a. fólgið í því, hve einkennilega hann heldur á vindli, setur á sig gleraugu, eða hvernig hann kippir óstyrkur í yfirvarar- skeggið, þegar mikil spenna ríkir í atburðarrásinni. Og það er ekki svo sjaldan, að af göngulagi hans má ráða, hvern mann persónan, sem hann leikur, hefur að geyma. „Þeg- ar ég hef á annað borð náð göngu- laginu rétt, kemur allt hitt af sjálfu sér,“ segir Guinness. Maðurinn, sem hann leikur í myndinni „The Comedians", á að hafa flatfót, eftir því sem segir i handritinu, sem rithöfundurinn Gra- ham Greene samdi. „Ég varð að spyrja sjálfan mig; hvernig gengur maður með flatfót í raun og veru?“ segir Guinness. Og hann æfði sig og æfði, þar til honum fannst, að hann hefði náð göngulaginu rétt. Þegar Guinness leikur, hlustar hann af mikill athygli á, hvað hin- ir leikararnir eru að segja, Og í stað þess að bíða eftir ábendingu um, hvenær hann eigi að koma inn, fer hann iðulega með ýmiss konar ósjálfráð látbrögð sem honum detta í hug, þegar hann hlustar á þá. Er hann vann að upptöku Hamlets, lék leikarinn, sem fór með hlutverk Rosencrantz af svo mikilli innlifun, að Guinness, sem lék prinsinn, gleymdi sér alveg og gat ekki ann- að en fylgt ósjálfráðu viðbragði, sem vaknaði hið innra með honum og sló Rosencrantz slíkt bylmings- högg, að hann féll því næst ofan í hljómsveitargryfjuna. Eftir á baðst Guinness innilega afsökunar. „Mér þykir mikið fyrir þessu. En Rosen- crantz var svo ósvífinn í meðförum þínum, að ég gat ekki á mér setið en að gefa honum ærlega utanund- ir.“ Leikkonan Edith Evans, sem var ein af fremstu leikkonum Breta, lék oft með Guinness meðan hann var ungur og óþekktur leikari. Og hún minnist þess enn greinilega, hve hann lagði mikið á sig til að ná þeirri fullkomnun í leik sínum, er hann hafði sett sér. „Alee gefur að- eins það bezta af sjálfum sér,“ segir hún. „Og hvort sem hlutverkið var lítið eða stórt í sniðum, lagði hann sig allan fram.“ í myndinni „The Captains Paradiae“ átti hann að dansa samba í tæplega eina mínútu. Og til þess að geta nú gert það eins og honum líkaði, æfði hann sig, þar til hann dansaði eins vel og atvinnu- dansari. Guinness hefur, eins og öllum öðr- um leikurum, einnig mistekizt. Þeg- ar hann lék, 1966 í Royal Court leikhúsinu, i Macbeth ásamt Simone Signoret, fékk sýningin mjög slæma dóma. „Til allrar hamingju les ég aldrei gagnrýnina, fyrr en töluvert seinna," segir hann. „Ég komst að raun um fyrir nokkrum árum, að það sem gagnrýnendur sögðu, hvort sem það var lof eða last, jók á feimni mína.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.