Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 17
VERÐMÆTAR EIGINHANDARÁRITANIR
15
sumra samtíðarrithöfunda, svo sem
þeirra Lawrence Durell, W. H. Au-
den og Robert Graves, og hand-
skrifað handrit að skáldsögu Gra-
hams Greene „The Power and the
Glory“ (Valdið og dýrðin) seldist
fyrir 2000 sterlingspund í'yrir
nokkrum árum.
Það er öruggt, að eiginhandar-
plögg þekktra núlifandi höfunda
munu halda áfram að vaxa að verð-
mæti, og því eru safnarar farnir
að sækjast eftir þeim, enda eru
þessi plögg yfirleitt vel varðveitt af
eigendum þeirra. En áður var því
þannig farið, að fólk gerði sér ekki
grein fyrir því, að sendibréf gátu
einnig verið arðvænleg fjárfesting.
Cassandra Austen hafði stórfé af
niðjum sínum, þegar hún brenndi
bunka af bréfum, sem skrifuð voru
af Jane systur hennar, hinni frægu
skáldkonu. Nú mundi hvert þess-
ara bréfa vera a. m. k. 1000 sterl-
ingspunda virði. Og árið 1840 var
byrjað að kasta burt slíku „papp-
írsrusli“ margra alda í Somerset
House.
Þúsundir plagga, sem höfðu
ómetanlegt verðmæti, glötuðust
þannig komandi kynslóðum að ei-
lífu. Þeim var breytt í hlaup, sem
nota skyldi við sælgætisframleiðslu.
Má þar nefna reikninga fjármála-
ráðgjafa Hinriks VII., reikninga og
lista yfir fatnað Elísabetar I, og
skjalfestar greiðslur Karls konungs
II. úr Leynisjóði hans til hans ást-
kæru vinkonu, Nell Gwynn.
1 síðasta striði bjó ég í ibúð í húsi hins þekkta myndhöggvara, Sir
William Reid Dick. Kvöld eitt kom Mills Astin höfuðsmaður í heim-
sókn, en hann var gamall vinur. Og við sýndum honum vinnustofu
myndhöggvarans. Höfuðsmaðurinn varð yfir sig hrifinn af hinu risa-
vaxna minnismerki, sem Sir William hafði gert í minningu um loft-
árásirnar á Coventry. Þar gat að líta unaðsfagra lafði Godivu, sem
sat þar nakin á ólmum hesti, hæfilega hulin af sínum síðu, gullnu
lokkum.
„Undursamlegt”! stundi Mills upp. „Unaðslegt”!
Hann gekk hvern hringinn af öðrum i kringum hina yndislegu feg-
urðardís á hestimum og dáðist að verkinu úr öllum áttum. „Töfrandi!
Þið getið ekki ímyndað ykkur, hvílík áhrif þetta hefur á mig. Ég
er, sko, riddaraliðsforingi sjálfur”.
Olga Moore.
Kona nokkur var að búa sig undir að halda upp á áttræðisafmæli
sitt. Henni datt samt í hug að líta á fæðingarvottorð sitt, og þá upp-
götvaði hún, að hún var aðeins að verða 79 ára. „Ég hefði ekki getað
fengið betri afmælisgjöf”! sagði hún. „Læknirinn minn sagði mér, að
ég yrði að hætta að aka um á reiðhjóli, þegar ég yrði áttræð”.
Nana.