Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 59
Skip byggð með
leifturhraða í Svíþjóð
Eftir GORDON GASKILL
gfcdMLMT Fyrir nokkru stóð ég
uppi í brú á splunku-
V nýju skipi, sem var í
rjiMnB reynslusiglingu sinni.
Þetta var skipið Nu-
olja, og stóðst það þessa prófraun
með mikilli prýði. Þetta var rétt
fyrir utan höfnina í Gautaborg. —•
Nuolja gegnir að vísu hversdags-
legu hlutverki. Það er járnflutn-
ingaskip. En það hefur samt vakið
geysilega athygli meðal þeirra, sem
siglingar stunda.
Það er einum sjötta hluta styttra
en Elísabet drottning II. og getur
borið 72.500 tonn (miðað við hæsta
hleðslumark). Þetta er mjög ný-
tízkulegt skip, hvað snertir bygg-
ingu og útlit, og hefur öll nýjustu
rafeindastjórntæki. Það þarf að-
eins 29 manna áhöfn til þess að sjá
um öll nauðsynleg störf um borð,
og vistarverur áhafnarinnar eru
búnar slíkum þægindum, að það
minnir á fyrsta flokks gistihús. Þar
er jafnvel sundlaug og gufubað-
stofa. En Nuolja er þar að auki
mjög athyglisverð ögrun gegn ofur-
veldi Japana á sviði kaupskipa-
bygginga, sem mætti einna helzt
líkja við einokunaraðstöðu. Og það
furðulega var, að 81 degi áður en ég
sigldi með „Nuolja“ í þessari
reynsluför, var skip þetta alls ekki
til, jafnvel ekki í frumstæðri mynd,
heldur var þá aðeins um að ræða
hrúgu af stálplötum. Hingað til hef-
ur ekkert annað skip af svipaðri
stærð og gerð verið byggt með slík-
um hraða né á svo snjallan, en jafn-
framt ódýran hátt, þótt leitað sé um
víða veröld. Og það má að miklu
leyti þakka einum manni þetta af-
rek. Maður sá er Nils Svensson.
Hann útskrifaðist sem skipaarki-
tekt árið 1931 eða þegar kreppan
stóð sem hæst, Þá átti hann ekki
margra kosta völ. Eina starfið, sem
honum tókst að krækja í, var starf
logsuðumanns við skipabyggingar.
Rcuders Digest-
57