Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 44

Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 44
42 skiptast fjölskyldurnar á að hafa hjá sér börn hvers annars til þess, að þau geti numið málin til hlítar. Þá vinna dætur forstjóra Sud Aviation í skrifstofum BAC í Filt- on í sumarleyfum sínum. Þegar rafmagnsverkfræðingur einn frá Sud Aviation kom til Bret- lands til að vinna þar í hálft ár, eyddi einn af verkstjórum BA'C heilli viku í að finna veitingahús, þar sem framleiðslufólkið talaði frönsku. „Þetta er eitt af mörgu, sem er þess valdandi, að samstarf okkar verður enn nánara,“ segir einn af forstjórunum. Og starfs- mennirnir í Bristol og Toulouse fara oft í vináttuheimsóknir hver til ann- ars. „Þetta gerir samstarf okkar enn nánara,“ segir borgarstjórinn í Tou- louse, Louis Bazerque einnig, „og fyrir vikið verður bygging vélarinn- ar mun persónulegri." Til að byrja með var brezka verka- lýðsstjórnin mótfallin smíði Con- corde þotunnar, vegna þess hve kostnaðurinn við byggingu hennar var mikill. Síðar sneri hún þó við blaðinu, þeg:ar hún sá, að smíði vélarinnar gæti orðið Bretum stuðn- ingur í tilraunum þeirra til að kom- ast í Efnahagsbandalagið. „Smíði nýtízku flugvéla er mjög kosnaðar- söm. Krefst hún því sameiginlegra átaka Evrópuþjóðanna á sviði tækni og fjármagns," sagði Harold Wilson. Gert er ráð fyrir, að mikill hagn- aður verði af sölu Concorde þot- unnar, því að hún verður tekin í notkun þremur árum á undan hljóð- fráu bandarísku SST Boeing far- þegaþotunni, sem er hinn eini raun- ÚRVAL verulegi keppinautur Concorde, á flugvélamarkaðinum. Þar sem Concorde þotan verður tekin í notkun þremur árum á und- an Boeing SST þotunni, er reiknað með, að búið verði að selja 200 þeirra fyrir árið 1975. Hver vél mun kosta 9.000.000 punda. Þá er gert ráð fyrir að flugvélamark- aðurinn þarfnist 500 hljóðfrárra þota að auki og er áætlað að flug- félögin eyði 7000 milljónum punda til kaupa á hljóðfráum þotum. Þótt enn hafi ekki tekizt að leysa eitt mesta tæknivandamálið, er fram kom við smíði þotunnar, en það er sá gífurlegi hávaði sem myndast, þegar hún fer í gegn um hljóðmúr- inn, er engu að síður búizt við mik- illi eftirspurn. f lágflugi þegar hljóð- fráar þotur fara í gegnum hljóð- múrinn, getur hávaðinn, sem þá myndast, orsakað að rúður brotna, steinlím springur og múrsteinar losna. „En þótt þotunum verði meinað flug yfir þéttbýlum svæðum,“ seg- ir yfirmaður söludeildar AC, „mun Concorde þotan eigi að síður verða eftirsótt, því að um það bil þrír fjórðu hlutar af öllum aðalflugleið- um heimsins eru yfir vatni, eyði- mörkum eða ís, þar sem engir búa og ekkert er að skemma. Þegar fjöldaframleiðsla á þotun- um hefst, mun sala þeirra afla Bret- um og Frökkum 250 milljón punda á ári í hörðum gjaldeyri, hvoru um sig. En það jafngildir andvirði 200.000 seldra farþegabifreiða er- lendis. Og meira en 40.000 manns munu vinna í báðum löndunum að framleiðslu hennar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.