Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 44
42
skiptast fjölskyldurnar á að hafa
hjá sér börn hvers annars til þess,
að þau geti numið málin til hlítar.
Þá vinna dætur forstjóra Sud
Aviation í skrifstofum BAC í Filt-
on í sumarleyfum sínum.
Þegar rafmagnsverkfræðingur
einn frá Sud Aviation kom til Bret-
lands til að vinna þar í hálft ár,
eyddi einn af verkstjórum BA'C
heilli viku í að finna veitingahús,
þar sem framleiðslufólkið talaði
frönsku. „Þetta er eitt af mörgu,
sem er þess valdandi, að samstarf
okkar verður enn nánara,“ segir
einn af forstjórunum. Og starfs-
mennirnir í Bristol og Toulouse fara
oft í vináttuheimsóknir hver til ann-
ars. „Þetta gerir samstarf okkar enn
nánara,“ segir borgarstjórinn í Tou-
louse, Louis Bazerque einnig, „og
fyrir vikið verður bygging vélarinn-
ar mun persónulegri."
Til að byrja með var brezka verka-
lýðsstjórnin mótfallin smíði Con-
corde þotunnar, vegna þess hve
kostnaðurinn við byggingu hennar
var mikill. Síðar sneri hún þó við
blaðinu, þeg:ar hún sá, að smíði
vélarinnar gæti orðið Bretum stuðn-
ingur í tilraunum þeirra til að kom-
ast í Efnahagsbandalagið. „Smíði
nýtízku flugvéla er mjög kosnaðar-
söm. Krefst hún því sameiginlegra
átaka Evrópuþjóðanna á sviði tækni
og fjármagns," sagði Harold Wilson.
Gert er ráð fyrir, að mikill hagn-
aður verði af sölu Concorde þot-
unnar, því að hún verður tekin í
notkun þremur árum á undan hljóð-
fráu bandarísku SST Boeing far-
þegaþotunni, sem er hinn eini raun-
ÚRVAL
verulegi keppinautur Concorde, á
flugvélamarkaðinum.
Þar sem Concorde þotan verður
tekin í notkun þremur árum á und-
an Boeing SST þotunni, er reiknað
með, að búið verði að selja 200
þeirra fyrir árið 1975. Hver
vél mun kosta 9.000.000 punda. Þá
er gert ráð fyrir að flugvélamark-
aðurinn þarfnist 500 hljóðfrárra
þota að auki og er áætlað að flug-
félögin eyði 7000 milljónum punda
til kaupa á hljóðfráum þotum.
Þótt enn hafi ekki tekizt að leysa
eitt mesta tæknivandamálið, er fram
kom við smíði þotunnar, en það er
sá gífurlegi hávaði sem myndast,
þegar hún fer í gegn um hljóðmúr-
inn, er engu að síður búizt við mik-
illi eftirspurn. f lágflugi þegar hljóð-
fráar þotur fara í gegnum hljóð-
múrinn, getur hávaðinn, sem þá
myndast, orsakað að rúður brotna,
steinlím springur og múrsteinar
losna.
„En þótt þotunum verði meinað
flug yfir þéttbýlum svæðum,“ seg-
ir yfirmaður söludeildar AC, „mun
Concorde þotan eigi að síður verða
eftirsótt, því að um það bil þrír
fjórðu hlutar af öllum aðalflugleið-
um heimsins eru yfir vatni, eyði-
mörkum eða ís, þar sem engir búa
og ekkert er að skemma.
Þegar fjöldaframleiðsla á þotun-
um hefst, mun sala þeirra afla Bret-
um og Frökkum 250 milljón punda
á ári í hörðum gjaldeyri, hvoru um
sig. En það jafngildir andvirði
200.000 seldra farþegabifreiða er-
lendis. Og meira en 40.000 manns
munu vinna í báðum löndunum að
framleiðslu hennar,