Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 62

Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 62
60 ÚRVAL urbútaðir pianóstrengir eru látnir berja allt ryð af þeim á örskammri stundu. Úr þessu tilbúna óveðri koma plöturnar gljáandi sem silfur, og að því búnu er þeim tafarlaust difið niður í ryðvarnarmálningar- bað. í mörgum hlutum skipsins er stál- plata, sem notast skal stjórnborðs- megin, nákvæmlega eins og plata, sem á að notast beint á móti bak- borðsmegin, þ. e. a. s. að því undan- teknu, að sú hlið, sem snýr út á stjórnborða, snýr inn á bakborða, og öfugt. Hví skyldi þá ekki skera stálplötuna og „spegilmynd“ henn- ar á hinni hlið skipsins með einum og sama skurði, já, og enn fleiri sams konar plötur, líkt og heilir staflar klæðis eru skornir í fata- verksmiðjum með einum og sama skurði? Þegar sjálfvirkir skurð- hnífar hreyfast til vinstri, skyldu aðrir hreyfast um leið til hægri. Nú er einmitt verið að gera slíkar til- raunir, þ. e. að skera heilan stafla af stálplötum í einu. Jafnvel hinn slyngasti starfsmað- ur með súrefnisskurðtæki í hendi skilur eftir örlítið ójafnar brúnir, þegar um er að ræða sérstaklega bognar skurðlínur. Og síðar þarf svo að eyða þessum ójöfnum og örðum með talsverðum kostnaði. — Hví skyldi ekki nota algerlega sjálf- virk skurðtæki, sem stjórnað væri með raffótosellu og „rataði“ sjálf- virkt eftir hvítu striki af uppdrætti? Slík tæki skera miklu hraðar og nákvæmar en nokkur maður, og þá þarf ekki að laga neinar örður og ójöfnur á eftir. (Þetta virðist vera mjög nýtízkuleg aðferð, en samt er þróunin nú svo ör, að farið er að nota enn aðra aðferð, sem er jafn- vel enn betri, fljótvirkari og ódýr- ari. Þar er um að ræða skurðtækni, sem stjórnað er af reifeindakerfi tölvunnar). f desembermánuði árið 1958 hitt- ust framkvæmdastjórar Götaverken svo aftur til þess að hlusta á skýrslu Svenssons um tilraunirnar. Hann hélt því fram, að hinar nýju fram- leiðsluaðferðir væru mjög hag- kvæmar. En hann tók það jafnframt fram, að það yrði ekki unnt að breyta hinni gömlu skipasmíðastöð Götaverken, þannig að unnt yrði að nota hina nýju tækni. Hann sagði, að það yrði að byggja nýja skipa- smíðastöð frá grunni. Og hann sagðist jafnframt vera búinn að finna henni stað nálægt hinni gömlu. Og hver yrði kostnaðurinn? Um 200 milljónir sænskra króna. Framkvæmdastjórarnir hrukku við, er þeir heyrðu þessa háu upp- hæð. Ef ráðizt yrði í slíkt, yrði þar um að ræða eina allra mestu fjár- festingarupphæð, sem nokkurt einkafyrirtæki hefði enn ráðizt í í Svíþjóð. En öryggi Svenssons var smitandi, og stjórn Götaverken gaf honum leyfi til þess að hefja fram- kvæmdirnar við nýju skipasmíða- stöðina. Á klettóttri strördinni nokkrum mílum fyrir utan Gautaborg keypti Götaverken hluta af Arendal, staðn- um, sem Svensson hafði uppgötvað til þessarar framkvæmdar, og síðan hófst bygging nýju stöðvarinnar í marzmánuði árið 1959. Aldrei hafði nokkur skipasmíða- stöð verið reist af slíkri gerhygli og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.