Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 54
52
URVAL
HreiÖur og arnarhjón meö unga.
unum hægt og rólega. Hin fránu
augu hans leita ákaft að dökkum
blettum, sem hreyfast rétt undir
vatnsyfirborðinu. Hann veit, að það
eru fiskar. Hann er einmitt í leit
að fiskum, sem eru rétt undir yfir-
borðinu. Þegar hann kemur auga á
fisk á hæfilega litlu dýpi, leggur
hann vængina saman og stingur sér
leiftursnöggt niður með útglenntar
klærnar beint fyrir framan bjúgan
gogginn og hefur ekki augun af
bráð sinni fremur en stjórnandi orr-
ustuflugvélar. Hann miðar beint á
fiskinn. Það kemur stór skvetta,
þegar hann skellur á vatnsyfirborð-
ið beint fyrir ofan fiskinn. Eftir að
hann er kominn upp með bráð sína,
baðar hann út vængjunum svolitla
stund í næstum kyrrstöðu, meðan
hann er að tryggja sér algerlega ör-
uggt tak á fiskinum og hrista vatn-
ið úr vængjum sínum og fiðri. Síð-
an flýgur hann af stað upp í „át-
tré“ sitt, Þar étur hann sinn skerf,
áður en gremjuleg köll maka hans
fá hann loks til þess að fljúga með
leifarnar að hreiðrinu.
Útungunin tekur 35 daga. Að lok-
um koma ungarnir í ljós, þaktir
dún. Þeir eru röndóttir, og eru rend-
urnar gulbrúnar og mórauðar. Móð-
irin heldur kyrru fyrir hjá þeim í
heilan mánuð, meðan faðirinn held-
ur áfram veiðunum. í fyrstu matar
hún þá á lengjum, sem hún rífur
úr fiskinum, sem pabbi kemur með.
Að mánuði liðnum fara ungarnir