Úrval - 01.07.1968, Blaðsíða 86
'84
ÚRVAL
eftir því. Ég á bágt með að fallast
á þá skoðun að miklir hæfileikar
séu eingöngu fengnir að erfðum.
Satt er það samt, að þess eru nokk-
ur dæmi, að sama gáfan erfist í
fjölskyldum ættlið eftir ættlið. Aug-
ljósast er dæmið um Johann Sebest-
ian Bach — í ætt hans voru 24 tón-
listarmenn í fimm ættliðum,
En jafnvel þessi dæmi, og þó að
þau séu fá, eru þau skýr, sanna ekki
það að gáfur séu ættgengar. Eng-
inn veit hvort meira hafði að segja
erfðir eða uppeldi þessarra barna,
áhrifin frá foreldrunum o.s.frv. Oft
sést það að framúrskarandi foreldr-
ar eiga ósköp venjuleg börn, og
öfugt.
Sérhvert heilbrigt barn hefur í
sér ótal hæfileika. Kornei Chukov-
sky getur um mjög fróðleg dæmi í
bók sinni: Frá tveggja til fjögurra
ára. Börn á þessum aldri læra fljótt
að tala það mál eða þau mál sem
þau heyra, og á sama tíma læra þau
að mynda setningar. Seinna á barns-
aidrinum koma svo aðrir hæfileikar
í ljós, svo sem forvitni og auðugt
ímyndunarafl, sem lýsir sér í leik-
unum, og stöðugt athafnaþörf.
Barn hefur hæfileika til að þrosk-
ast á nærri óteljandi vegu. Ekki
dregur það neitt úr þessari stað-
reynd að sum börn hafa til þess
meiri hæfileika en önnur, að þrosk-
ast.
Munurinn. er oftast sá, að hneigð-
irnar eru misjafnar, eitt kýs þetta
annað hitt. Og mest er það undir
hneigðunum komið hvort barn verð-
ur að nýtum manni.
Meðal hinna ýmsu hæfileika
manns er enginn sem betur hefur
verið athugaður og til meiri hlítar
en tónlistargáfan. Sýnt hefur verið
fram á það, hverskonar heyrn er
bezta undirstaða undir gott söng-
eyra. Sovézkir vísindamenn eru nú
að leitast við að kenna börnum tón-
list, sem á engann hátt sýndu það
áður, að þau væru til þess hæf fram-
ar öðrum.
Því miður vitum við enn alltof
lítið um skilyrðin fyrir þróun hæfi-
leika með mönnum. Eitt er samt
víst; jafnvel hinir sjaldgæfustu og
dýrmætustu hæfileikar koma ekki
eins og náðargjöf af himni. Þeir
þroskast og bera blóma fyrir við-
leitni þess sem hefur þá. Því auð-
ugra og betra sem líf barns er, því
bjartara mun skína af hæfileikum
þess síðar í lífinu.
„Ekki má gleyma garminum honum Katli!"
Nafn þeirra þriggja höfunda kvikmyndahandritsins að hinni nýju
kvikmynd Zeffirellis ,,The taming of the Shrew“, sem gerð er eftir
sama leikriti Shakespeares, getur að líta með stórum stöfum í inn-
gangi myndarinnar, en fyrir neðan þau getur einnig að líta þessa
línu: ..William Shakespeare eru einnig færðar þakkir, en án hans
hefðum við verið alveg orðlausir."