Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 4
2
ÞÁ ER ÁR LIÐIÐ jrá því að ýmsar
breytingar voru gerðar á Úrvali,
og er því ekki úr vegi að líta ögn
yfir farinn veg og huga að því,
hvernig til hefur tekizt og hvort
starfið hefur nokkurn árangur bor-
ið. Eins og alkunna er hefur öll
blaðaútgáfa átt erfitt uppdráttar að
undanförnu og gerist stöðugt ill-
viðráðanlegri. Á þessum erfiðu tím-
um hefur það því orðið útgefendum
Úrvals til hvatningar, að upplag
ritsins hefur farið vaxandi jafnt
og þétt allt þetta ár og hefur ná
aukizt um rúman þriðjung. Um síð-
ustu áramót voru prentuð 2500 ein-
tök, en nú eru prentuð 4000.
Þessi aukning sýnir, að þörf er
fyrir tímarit af þessu tagi, en Úrval
er eins og kunnugt er eina blaðið
sinnar tegundar hér á landi. Sams
konar blöð eru gefin út um allan
heim og njóta hvarvetna vinsœlda.
Formið hentar vel nútímamannin-
um, sem hefur lítinn tíma aflögu
til lestrar, en vill þó fylgjast með
því helzta sem gerist á sem flestum
sviðum. Úrval birtir í samþjöppuðu
formi greinar, sem athygli hafa
vakið, bæði erlendar og innlendar
og að auki ýmiss konar efni annað
til fróðleiks og skemmtunar. Það er
stefna ritsins að hafa jafnan í
hverju hefti greinar um tœkni og
vísindi, sagnfrœði, sálarfrœði, upp-
eldismál, náttúrufrœði, læknisfræði,
erlend stjórnmál og svo mœtti lengi
telja. Þá birtist úrdráttur úr heilli
bók og nýtur sá þáttur ekki sízt
vinsælda. Á síðasta ári hafa verið
birtar margar erlendar metsölu-
bækur, sem ekki hafa verið kynnt-
ar annars staðar hér á landi.
JÓLIN SETJA SINN SVIP á þetta
hefti. Titilgreinin er brot úr gamalli
jólapredikun eftir Jón biskup Vída-
lín. Þótt guðfrœði meistara Jóns
samrýmist ef til vill ekki okkar
tíma, er predikun hans gulls ígildi
vegna málfars og stils. Þá er stutt
grein um Jólaeyjarnar og hinn
fræga landkönnuð James Cook,
grein um hinn upprunalega Sankti
Kláus og sitthvað fleira. Einnig er
vert að vekja athygli á frásögn
eftir Steinbeck og greininni „Lækn-
ir, ég get ekki andað“, sem er lýsing
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir hf.,
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, simi 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
500.00. í lausasölu krónur 50.00 heftið. Prentun og bókhand: Hilmir h.f.
Myndamót: Rafgraf h.f.
_____________________________________________________________________________V
ÖÍIFWglIl