Úrval - 01.12.1969, Síða 5
3
á dauðastríðí ungrar stúlku, er
lézt úr krabbameini. Tvœr
stuttar bækur eru að þessu
'sinni og eykur það fjölbreytni
ritsins. Önnur nefnist „Litla
kraftaverkið“ og segir frá
ítölskum dreng, sem gekk á
fund páfans til að bjarga
asnanum sínum. Hin er at-
hyglisverð lýsing á lífi hér-
aðslœknis og starfi hans viö
hinar erfiðustu aðstæður.
EITURLYFJANAUTN er tví-
mœlalaust eitt alvarlegasta
vandamál nú á tímum um all-
an heim. Hingaö til hefur ekki
verið vitaö til þess, að eitur-
lyfja væri neytt hér á landi
aö neinu verulegu leyti, en
þegar þetta er skrifað benda
blaðafregnir til þess, að einn-
ig við verðum að gœta fyllstu
varúöar og berjast gegn vá-
gestinum áður en hann veld-
ur stórfelldu tjóni. í þessu
hefti er grein um baráttuna
við eiturlyfjasmyglara, og
kemur þar í Ijós, hversu sterk
samtök þeirra eru um allan
heim og lœvís áróður þeirra
í sambandi við nýjustu teg-
undir eiturlyfja, maríúna,
LSD og fleiri. Þetta er sann-
arlega tímábœr grein og at-
hyglisverð.
í ÞEIRRI VON OG TRÚ, að
næsta ár verði Úrvali jafn
hagstætt og það sem nú er
að líða, Ijúkum við þessum
árgangi og sendum lesendum
beztu kveðjur og jólaóskir.
Siffurður B. Gröndal
hefur gefiö út sjö
boekur, þrjú smá-
sagnasöfn, Bárujárn,
Opnir gluggar og
Svart vesti við kjól-
inn, skáldsögurnar
DansaÖ í björtu og
Eldvagninn ogljóöa-
bcekutrnar Glettur
og Skriftir heiðingjans. Mörg IjóÖa
hans eru þekkt, enda hafa kunn tón-
skáld eins og Siguróur Þóröarson og
Árni Björnsson samiö lög viö þau..
Hníg þú dýrlegur -
Hníg þú dýrlegur
dagur, í faðm
djúpkyrrar nætur.
Ég minnist þin
og þinnar blíðu.
I þögninni ljóð mitt grætur.
Friðsæli dagur,
dýrðarljóma yafinn,
lífs rníns Ijúfasta stund.
Það kemur ef til vill
enginn þér líkur
aftur á minn fund.
Hnig þú dýrlegi
dagur, og hvenf —■
svo djúp er þín minning oig iheið.
Mætti ég aðeins
með þér hverfa
í myrkrið — Oig gleymast um leið.
Siguröur B. Gröndal.
V______________________________________J