Úrval - 01.12.1969, Page 21

Úrval - 01.12.1969, Page 21
EINÁ VALD MITT ER TRÁUST FORSETANS samt er það staðreynd, að hann virðist rækja núverandi skyldu- störf sín með lítillæti og auðmýkt hins ábyrga manns. Hann er gædd- ur kímnigáfu, sem einkennist af kaldhæðni, meðal annars gerir hann óspart gys að sjálfum sér, þar eð hann veit, að þýzkur hreimur hans og óskaplegur áhugi á öllum áætl- unum, er snerta kjarnorkuna og notkun hennar, hafa komið gagn- rýnendum hans til þess að gefa hon- um uppnefnið dr. Strangelove. Sem dæmi um slíkt má nefna, að ung kona var eitt sinn að fjasa um það við hann, hve starf hans hlyti að vera æsandi. Þá leit hann á úrið og sagði án hinna minnstu svip- brigða: „Já, eftir 30 sekúndur verða sprengjuflugvélarnar komnar yfir Hanoi“. Allt starf hans, öll viðleitni hans einkennist af sannri alvöru. Hann hefur helgað starf sitt rannsókn- um á nútímahernaði og utanríkis- stjórnmálum. Og í skrifum hans má greina æ ofan í æ eins konar hug- boð um yfirvofandi ógnir. Harm hefur sterka kennd fyrir hinu harmræna, enda á slík kennd djúpar rætur í lífi hans. Hann fædd- ist í Fuerth í Þýzkalandi þ. 27. maí árið 1923. Hann er af Gyðingaætt- um, og strax á barnsaldri fann hann fyrir aðvífandi ógnum nazismans. Hann og bróðir hans voru barðir óþyrmilega af öðrum börnum. Fað- ir hans, sem var kennari, missti at- vinnuna. Árið 1938 flúði fjölskyld- an frá Þýzkalandi til New York- borgar. Henry skaraði þar mjög framúr í gagnfræðaskóla. Árið 1945 sneri hann aftur til Þýzkalands sem 19 22 ára gamall liðþjálfi í bandaríska hernum. Það Þýzkaland, sem hann sneri til, var í rústum. Hann fékk námsstyrk til þess að hefja nám í Harvardháskóla árið 1947. Þar krækti hann sér í doktors- nafnbót og gerðist síðan einn af kennurum skólans. Hann er enn opinberlega prófessor í stjórnvís- indum við Harvardháskóla, þ. e. prófessor í leyfi. Þegar komið var fram að miðjum sjötta áratug ald- arinnar, voru skrif hans farin að ávinna honum alþjóðlega viður- kenningu á sviði alþjóðastjórnmála, og hann gerðist ráðgjafi Þjóðarráðs- ins á ríkisstjórnarárum Eisenhowers forseta. VILL HAFA ALLT í RÖÐ OG REGLU Hin sterka kennd Kissingers fyr- ir hinu harmræna, fyrir ógnum, er hugsanlega gætu dunið yfir veröld- ina, veldur því, að hann þráir ákaft, að unnt sé að halda uppi röð og reglu í alþjóðamálum. Hann þráir það, að unnt verði að slaka á spennunni í alþjóðamálum og það verði á ein- hvern hátt unnt að ná og viðhalda valdajafnvægi í heimi, þar sem er aðeins um að ræða tvo „hernaðar- póla“ en marga stjórnmálalega „póla“. Hann er því líka fylgjandi, að Bandaríkin líti ekki eins stórt á sig í þlutverki sínu á sviði al- þjóðastjórnmála og þau hafa gert. Hann skilur það mæta vel, að Bandaríkin geta ekki haldið áfram að reyna að gegna hlutverki eins konar heimslögregluþjóns. Hann leggur til, að Bandaríkin veiti aukna aðstoð til þess að styrkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.