Úrval - 01.12.1969, Page 23
Lækrtir! Ég get ekki andað
Móðir skrifaði 16 ára gömlum syni sínum —
sem reykir — þetta bréf, eftir að 18 ára dótt-
ir hennar hafði látizt úr lungnakrabba.
K
æri Chris:
Eg skrifa þér núna,
af því að Penny systir
þín er dáin úr krabba-
meini, en um það
veiztu auðvitað. Þú komst heim,
fimm dögum áður en hún dó, talað-
ir við hana, gerðir svolítið að gamni
þínu og hélzt eins og við hin, að
eitthvert kraftaverk mundi gerast,
sem bjargaði lífi hennar. Þú þjáð-
ist síðustu tvo dagana, þegar hún
lá í móki og stóð á öndinni. Og þú
sýndir mikla hugprýði og karl-
mennsku um jarðarfararhelgina.
Nú ertu kominn aftur í mennta-
skólann, burt frá heimili þínu, á
sama stað og þú dvaldir á mestall
an þann tíma, er Penny var veik.
Við ákváðum sjálf að sjá svo um,
að þú yrðir að heiman þann tíma.
Við álitum, að það þjónaði engum
tilgangi að hafa þig hér heima á
meðan, bíðandi með okkur í bið-
stofum lækna, í sjúkrahúsum og
krabbameinsleitarstöðvum.
Miami Herald