Úrval - 01.12.1969, Síða 24
22
ÚRVAL
En nú erum við ekki eins viss
um, að sú ákvörðun okkar hafi ver-
ið rétt, því að kannske hefði það
einmitt þjónað vissum tilgangi að
hafa þig heima þennan tíma. Þá
hefðir þú getað verið við sjúkrabeð
Penny á sjúkrahúsinu. Þá hefðirðu
getað horfzt í augu við hinn mikla
skaðvald . . . krabbameinið.
Og þú hefðir haft gott af því, því
að það er augsýnilegt, að þú trúir
því ekki, að það sé ástæða til að
óttast krabbameinið. Þú bauðst mér
góða nótt með kossi, tveim kvöld-
um áður en þú fórst aftur í mennta-
skólann . . . og á því andartaki vissi
ég, að þú varst farinn að reykja
aftur.
Ertu þegar búinn að gleyma því,
að Penny ráðgerði að skrifa bók
um krabbameinið? Hún hafði þekkt
þennan grimma árásarsegg í heila
þrjá mánuði. Og hana langaði mjög
til þess að lýsa honum fyrir öðrum
unglinsum . . . t. d. þér. Linda,
bezta vinkona hennar, ætlaði að
myndskreyta bókina.
Linda hætti að revkia, Chris. En
Linda stóð líka betur að vígi en þú
í bví efni, því að hún heimsótti
Pennv á hverium degi allan þann
tíma, er hún barðist við krabba-
meinið. Og Linda hætti að reykia
einmitt bann dag, þegar Pennv leit
fast á hana og sagði: ,.Hér ligg ég,
heltekin af einhveriu, sem ég kæri
mig ekki um. og þú ert að reyna
bi+.t, bezta til þess að krækja líka í
það.“
Við neituðum þér um þessa
revnslu Lindu.
Linda sá útlimi og andlit Pennvar
horast og rýrna. Hún sá þessa fjör-
ugu gagnfræðaskólastúlku missa
alla lífsorkuna smám saman. Hún
varð vitni að því, þegar hún byrj-
aði að afþakka boð um að fara á
skemmtanir. Hún sá hana staulast
upp stigana af veikum mætti. Hún
þraukaði með henni tímabil óviss-
unnar, þegar spurningarnar leituðu
á og við þeim fengust aðeins hálf-
kveðin svör. Hún þraukaði með
okkur allan biðtímann, meðan við
biðum þess, að Penny batnaði.
Og Penny batnaði óneitanlega
eftir fyrsta uppskurðinn. Sá bati
virtist undursamlegur. Það virtist
sem krabbameinsvöxturinn hefði
verið stöðvaður. Það tímabil stóð í
60 yndislega daga. Hún fór að
skemmta sér á nýjan leik og tók til
að stunda köfun. Hún fékk sér
meira að segja svolitla vinnu til
þess að vinna sér fyrir peningum,
sem hún ætlaði að nota til fata-
kaupa, er hún færi burt í mennta-
skóla.
En sá dagur kom. að hún varð að
hætta í vinnunni. Ógleði og magn-
leysi rændi hana allri orku. Svo
tók að safnast fyrir mikill vökvi í
líkama hennar, svo að hún bólgn-
aði upp. Hún hélt áfram að tútna
út, þangað til hún hrópaði upp yfir
sig einn daginn: „Mamma, gerðu
eitthvað. . . . Annars spring ég!“
Það var kallað á sérfræðing til
siúkrahússins, og hann saug mikið
af vökvanum burt með sogsprautu.
Þá létti henni svo, að hún gat farið
heim af sjúkrahúsinu.
Nokkru síðar ákvað hÓDur sér-
fræðinsa að gera tilraun til þess að
lækna hana með innsprautun efna.
Skyldi tilraun sú standa í tvær vik-