Úrval - 01.12.1969, Page 26

Úrval - 01.12.1969, Page 26
24 ÚRVAL skurð, sem hann gerði á kviðarhol hennar. Og í gegnum það op saug hann geysimikið magn af þessum sama þykka vökva. Nú var flogið með geislavirkt efni frá New York og því komið fyrir í lungum hennar til þess að reyna að stöðva hinn ofsalega vöxt krabbameinsins. Við hana voru festar margar slöngur, og því átti hún erfitt með að láta fara þægi- lega um sig í rúminu. „Mamma, hvað er það, sem ég geri rangt?“ spurði hún mig einn daginn. „Hvers vegna batnar mér ekki?“ Við þessu var ekkert svar. Hún gerði ekki neitt rangt. Og það virtist ekkert rétt, sem læknarnir kunnu og reyndu, þótt þeir berðust af öllum lífs og sálar kröftum fyrir lífi henn- ar. Krabbameinið vann sitt verk dag eftir dag . . . hratt og mark- visst. Þessar síðustu vikur var Penny orðin svo máttfarin, að hún gat ekki skrifað bókina, sem hana hafði langað til að tileinka þér og bróður þínum, ykkur, sem virðist álíta, að það sé allt í lagi að reykja. Penny dó úr krabbameini, sem hófst í kviðarholi hennar og breidd- ist út til lungnanna og lifrarinnar,, illskeyttum, kæfandi óvini, sem lét hvorki undan lyfjum né bænum. Við, pabbi þinn og ég, spurðum marga lækna þessarar sömu spurn- ingar þessa ömurlegu daga, er hún varð sífellt máttfarnari: „Hvers vegna? Hvers vegna fékk Penny krabbamein?“ Einn æxlasérfræðingur, klæddur hvítum slopp, talaði fyrir munn þeirra allra, er hann svaraði: „Það er hræðilega erfitt að svara þess- ari spurningu, vegna þess að það eru til hundruðir tegunda af mis- munandi krabbameini og við vitum enn aðeins um beina orsök nokk- urra þeirra. Og fólk vill ekki trúa því, hvað veldur einni þessara teg- unda krabbameins.“ Vilt þú ekki trúa því, Chris? Penny fékk meinsemd, sem hún kærði sig sannarlega ekki um, og hún vildi, að þú fengir að vita, hvað meinsemd þessi gæti gert þér. Viltu ekki hlusta á hana? Ástarkveðjur, mamma. Það var komið vor. En ég hafði ekki fundið það fyrr en þetta kvöld. Ég fór skyndilega að hugsa um yndislegu löngu gönguferðirnar, sem við hjónin höfðurn farið i, meðan við vorum í til'hugalífinu. Ég stakk höfðinu inn i dagstofuna, en ég var frammi í eldhúsi þá stundina. Og svo spurði ég manninn minn, sem lá endilangur i legubekknum, hvort hann langaði ekki út til þess að fá sér svolitla gönguferð. Hann leit ekki einu sinni upp úr blaðinu, þegar hann svaraði: „Ég er þegar búinn að fara út með ruslið." Rutli Ahrendt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.