Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 29
BARÁTTAN VIÐ EITURLYFJASMYGLARA
27
staðsetningu ýmissa deyfilyfjasala
víðs vegar um löndin. En nú hefur
hringurinn komið auga á hina arð-
vænlegu verzlun, sem hægt er að
gera þarna og hefur lagt sig mjög
fram um að auka sölu eiturlyfja,
einkum í Svíþjóð.
Eins og hverjir aðrir duglegir
kaupsýslumenn gera þessir stórauð-
ugu eiturlyfjasalar nákvæma mark-
aðsmöguleikarannsókn, áður en sala
hefst.
Lagnir umboðsmenn rannsaka
gaumgæfilega eftirspurnina og
kaupgetuna. Auglýsinga- og áróð-
ursaðferðum er beitt. Gáfaðir og
ófyrirleitnir náungar íhuga og rann-
saka hina mannlegu eiginleika og
veiklyndi mannsins fyrir nautna-
lyfjum í auðgunarskyni fyrir sjálfa
sig.
Þegar maður kynnist hinni miklu
þekkingu deyfilyfjasmyglaranna á
eðli og viðbrögðum ungmenna,
verður maður hvorttveggja í senn
undrandi og óttasleginn, skrifar
Evang.
Ef útbreiða skal marijuana með-
al stúdenta, þá er sölumaðurinn
valinn úr þeirra hópi. Sé um jazz-
leikara að ræða, er hljómlistarmað-
ur eða menn valdir til sölunnar. Á
sama hátt er unnið, þegar um aðr-
ar stéttir er að ræða. Ekki er þó
hægt að nota menn til sölustarfa,
sem sokknir eru djúpt niður í
nautnalyfið, aðeins þeir, sem enn
hafa stjórn á sér, koma til greina.
Allt fer þetta fram með nokkr-
um dýrðarljóma. Gildir það jafnt
um hinn kæna sölumann sem hið
trúgjarna fórnardýr.
Eftir að samböndum er komið á,
gengur salan vel, þar sem notkun