Úrval - 01.12.1969, Síða 30
28
ÚRVAL
eiturlyfjanna hefur í för með sér
stöðugt meiri löngun í þau. Eftir-
spurnin eykst því mjög, er fram
líða stundir.
Það eru sannarlega óhugnanleg-
ar aðferðir, sem notaðar eru, þeg-
ar útbreiða skal eiturlyf meðal ung-
menna svo sem: marijúana, hasc-
hisih, LSD, amfetamin o. fl.
Ungu kaupendurnir eru ginntir
af áróðri sölumannanna. Til dæmis
segja þeir: „Marijúana er ekki
hættulegt og engin hætta á því, að
menn venjist á notkun þess, þótt
neytt sé. Þú færð sambönd við aðra
og lærir að þekkja sjálfan þig. Þú
kynnist nýjum viðhorfum og losn-
ar úr þvingandi fjötrum vanans.“
„Allar þessar fullyrðingar, sem
settar eru fram á mismunandi hátt
af eiturlyfjasölumönnunum, hafa
ekki við rök að styðjast samkvæmt
vísindalegum athugunum,“ segir
Evang.
Mörg hinna þekktu örvunarlyfja
hafa þvert á móti þau áhrif að
koma í veg fyrir aukin kynni og
pera menn enn ósjálfstæðari. Þau
leiða til ofmats á sjálfum sér, sem
endar með mikilmennskubriálæði,
imynduðu ofsóknaræði og margs
konar truflun á geði og framkomu
manna, sem kemur í veg fyrir ein-
staklingssjálfstæðið bæði í sam-
skintum við eigin fjölskyldu sem
út á við.
Sú fullyrðing, að marijúana sé
hættnlaust er bein lvffi, segir Ev-
íumt. Mariiuana er hættuleei nautna-
lyf. sem gerir menn sér háða á
stuttum tíma og er miög auðvelt að
útbreiða það.
Evang segir, að marijúana og
haschisch myndu eyðileggja allt
samlíf og leggja atvinnuvegi Norð-
urlandanna í rúst, ef þessi eiturlyf
væru notuð í sama mæli og tóbak
og vín í þessum löndum.
Þetta stóra vand.amál verður ekki
leyst með því að mæla með því að
þessi lyf séu læknismeðal.
Hvenær hafa alkóhólistar, mari-
j úanareykingamenn, ópíumneytend-
ur eða kókatyggjendur verið þjóð-
félagsumbótamenn?
Eða vill nokkur í alvöru treysta
stjórnmálamönnum, sem ganga að
vinnu í vímuástandi?
LSD ER LÍFSHÆTTULEGT EFNI
í HÖNDUM ÞEIRRA, SEM EKKI
KUNNA AÐ MEÐHÖNDLA ÞAÐ
Ekki hefur enn orðið vart við
misnotkun á læknismeðalinu LSD
meðal almennings í Noregi. En í
Svíþjóð hafa þegar tilfelli komið
fram og verið tekin til meðferðar
í geðlæknissjúkrahúsum.
Ólögleg dreifing þessa lyfs á sér
þar stað. Sérstaklega er eftirtektar-
vert hversu LSD er mikið útbreitt
meðal ungmenna.
LSD er ekki læknismeðal í neinni
líkingu við penicillín. LSD í sjálfu
sér getur hvorki hjálpað né læknað
siúklinginn. Hins vegar kemur það
að gagni sem hjálpartæki geðlækn-
is, sem kann að meðhöndla það í
samskiptum við sjúklinga sína.
En hið óvænta og hryllingslega,
þ. e. aukin neyzla, skeði fliótlega
eftir að meðalið var tekið í notk-
un í stærra mæli hjá sálfræðing-
um. Einkum í Bandaríkjunum hef-
ur þetta þróazt á mjög óheppilegan
hátt, ekki einungis hjá sjúklingum