Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 38

Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 38
36 ÚRVAL menn. Og Marco var kominn yfir fertugt ... Þeir voru ekki sérlega fjölorðir um það sem á daga þeirra hafði drifið. Og það sem þeir höfðu frá að segja, var skoðað sem uppspuni einn. Þangað til kvöldið sem Marco breyttist skyndilega úr svínahirði í glæsilegan prins .... Frá hverju hafði hann þá að segja, þessi kaupmannssonur frá Feneyj- um, er varð nánasti samstarfsmað- ur Kínakeisara? Um það má lesa, allt saman, í bók einni, er hann reit í fangelsi í Genúa. Menn vita furðu lítið um ævi Marcos eftir að hann kom aftur heim. Hann kvæntist ungfrú Dónötu nokkurri og lézt nálægt árinu 1324. Hann byggði sér hús við San Griso- stomo — og að því er næst verður komizt, var hann jarðsettur í San Lorenzo kirkjunni. Allt eru þetta lausar línur, sem ekki verða dregn- ar saman í heildarmynd. En eitt vita menn með vissu: Hann var tekinn til fanga af verzlunar- mönnum frá erfðaóvinum Genúu og dreginn í dýflissu. Og árið 1298 las hann í fangaklefanum samfanga sínum frá Písa fyrir áðurnefnda bók. Árangur þess upplesturs varð „Libro delle Maraviglie“, undra- bókin, barmafull af daglegum at- hugunum kaupmannsins, hug- myndaflugi ævintýramannsins, frá- sagnakyngi söguhetjunnar. í henni birtist svo einstæð mynd af fram- andi veröld, að ekki virðist ótrú- legt þótt andagarður Norðurálfunn- ar hafi gargað háðslega og gefið honum langt nef. í Kamúlag voru milli 8 og 10 milljónir íbúa! Óskiljanlegur fjöldi enn í dag, þegar aðeins Tókíó, Lund- únir og New York telja svo mikinn mannfjölda. Þetta eitt stuðlaði mjög að því, að Marco Polo var ekki trúað. En hann hafði rétt fyrir sér. Manntöl voru óþekkt fyrirbrigði þar og þá, en hann hafði hugmynd um, hve mörg hús og hreysi voru í borg- MESTI LYGARI HEIMSINS 37 inni. Og svo var Marco fæddur kaupmaður, og hafði sinn sérstaka mælikvarða á hlutina. Hann vissi hversu miklu meðalfjölskylda eyddi af pappír á dag til jafnaðar. Meðal- fjölskyldu áleit hann fjórar persón- ur, komst að því, að tíu þúsund pund af pappír voru flutt til Kambú- lak á degi hverjum, — og reiknaði þannig út íbúatölu er nam milli 7,2 og 10 milljónum! Það hefur verið ótrúleg risaborg. í miðju hennar voru tíu aðaltorg, hvert þeirra þriggja kílómetra breitt. Aðalgöturnar voru allt að 60 metra breiðar, og oftast lá skurður meðfram þeim. Sölutorgin voru al- þakin kjöti af fuglum og veiðidýr- um, fiski og ávöxtum, svo að það er skiljanlegt að honum hafi fundizt „gott að lifa í Kambúlak", eins og hann kemst svo yfirlætislaust að orði. Umhverfis torgin voru veitinga- staðir, þar sem fram voru reiddar hinar dýrustu krásir: Steiktir apar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.