Úrval - 01.12.1969, Page 39
36
ÚRVAL
menn. Og Marco var kominn yfir
fertugt ...
Þeir voru ekki sérlega fjölorðir
um það sem á daga þeirra hafði
drifið. Og það sem þeir höfðu frá
að segja, var skoðað sem uppspuni
einn.
Þangað til kvöldið sem Marco
breyttist skyndilega úr svínahirði í
glæsilegan prins ....
Frá hverju hafði hann þá að segja,
þessi kaupmannssonur frá Feneyj-
um, er varð nánasti samstarfsmað-
ur Kínakeisara? Um það má lesa,
allt saman, í bók einni, er hann reit
í fangelsi í Genúa.
Menn vita furðu lítið um ævi
Marcos eftir að hann kom aftur
heim.
Hann kvæntist ungfrú Dónötu
nokkurri og lézt nálægt árinu 1324.
Hann byggði sér hús við San Griso-
stomo — og að því er næst verður
komizt, var hann jarðsettur í San
Lorenzo kirkjunni. Allt eru þetta
lausar línur, sem ekki verða dregn-
ar saman í heildarmynd.
En eitt vita menn með vissu: Hann
var tekinn til fanga af verzlunar-
mönnum frá erfðaóvinum Genúu
og dreginn í dýflissu. Og árið 1298
las hann í fangaklefanum samfanga
sínum frá Písa fyrir áðurnefnda
bók.
Árangur þess upplesturs varð
„Libro delle Maraviglie“, undra-
bókin, barmafull af daglegum at-
hugunum kaupmannsins, hug-
myndaflugi ævintýramannsins, frá-
sagnakyngi söguhetjunnar. í henni
birtist svo einstæð mynd af fram-
andi veröld, að ekki virðist ótrú-
legt þótt andagarður Norðurálfunn-
ar hafi gargað háðslega og gefið
honum langt nef.
í Kamúlag voru milli 8 og 10
milljónir íbúa! Óskiljanlegur fjöldi
enn í dag, þegar aðeins Tókíó, Lund-
únir og New York telja svo mikinn
mannfjölda. Þetta eitt stuðlaði mjög
að því, að Marco Polo var ekki
trúað.
En hann hafði rétt fyrir sér.
Manntöl voru óþekkt fyrirbrigði þar
og þá, en hann hafði hugmynd um,
hve mörg hús og hreysi voru í borg-
MESTI LYGARI HEIMSINS
37
inni. Og svo var Marco fæddur
kaupmaður, og hafði sinn sérstaka
mælikvarða á hlutina. Hann vissi
hversu miklu meðalfjölskylda eyddi
af pappír á dag til jafnaðar. Meðal-
fjölskyldu áleit hann fjórar persón-
ur, komst að því, að tíu þúsund
pund af pappír voru flutt til Kambú-
lak á degi hverjum, — og reiknaði
þannig út íbúatölu er nam milli 7,2
og 10 milljónum!
Það hefur verið ótrúleg risaborg.
í miðju hennar voru tíu aðaltorg,
hvert þeirra þriggja kílómetra
breitt. Aðalgöturnar voru allt að 60
metra breiðar, og oftast lá skurður
meðfram þeim. Sölutorgin voru al-
þakin kjöti af fuglum og veiðidýr-
um, fiski og ávöxtum, svo að það er
skiljanlegt að honum hafi fundizt
„gott að lifa í Kambúlak", eins og
hann kemst svo yfirlætislaust að
orði.
Umhverfis torgin voru veitinga-
staðir, þar sem fram voru reiddar
hinar dýrustu krásir: Steiktir apar,