Úrval - 01.12.1969, Page 46
44
Hinn upphaflegi Sankti Kláus
hvert sinn, er jól nálg-
ast, segja enskumælandi
menn við börn sín: Ef
þið verðið góð og hlýð-
in börn, þá kemur
Sankti Kláus, þegar þið eruð sofn-
uð á aðfangadagskvöld og færir
ykkur einhverjar gjafir. Hann kem-
ur niður um skorsteininn, þegar
allir eru sofnaðir í húsinu og fær-
ir ykkur þetta.“ Síðan leggjast
blessuð börnin til svefns á því heil-
aga kvöldi og hlakka mjög til að
vakna að morgni jóladags, því þá
eru venjulega einhverjir pakkar við
rúmið þeirra, svo framarlega sem
einhverjir peningar hafa verið á
heimibnu til að kaupa fyrir síðustu
dagana fyrir jólin.
Um Sankta Kláus eru vitanlega
til margar sagnir og af honum eru
til margar myndir, en allar sýna
þær góðlegan, gildvaxinn öldung
með sítt, snjóhvítt alskegg og er
hann klæddur í purpurarauða yfir-
höfn. En að baki alls þessa geymast
fáeinar sannar sagnir, sem bregða
upp fagurri mynd af göfugum trú-
manni og virðulegum kirkjunnar
þióni. Þessi maður hét Nikulás
(Nicholas) og var biskup í borg-
inni Myra á suðurströnd Litlu-Asíu.
Hann fæddist þar í grennd fyrir
1700 árum og var tekinn í dýrlinga-
tölu eftir dauða sinn. Er skemmst
frá því að segja, að hann er ást-
sælastur allra dýrlinganna. Borgin
Myra heitir nú Demre og Litla-
Asía er meginhluti hins núverandi
Tyrkjaveldis.
En víkjum nú að upphafinu. Strax
í lifanda lífi mynduðust arfsagnir
um þennan mann vegna einstakrar
góðvildar hans, hógværðar og lítil-
— Readers Digest —