Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 53
Frásögn eftir JOHN STEINBECK
BRAGÐIÐ
SEM HREIF
lotinn. safnaðist saman
úti á hafinu þegar
byrjaði að dimma og
stefndi á Ventotene-ey
með hraða, sem hafði
verið reiknaður nákvæmlega út, til
þess að vera á ákvörðunarstað, er
tunglið hyrfi. Það var næstum fullt
tungl, og við vildum ekki að íbú-
arnir vissu nákvæmlega um styrk
okkar. Árásin átti ekki að hefjast
fyrr en orðið væri aldimmt. Hægt
og rólega mjökuðust skipin áfram
yfir lygnan sjóinn.
Landgönguliðarnir, sem valdir
höfðu verið til árásarinnar, sátu á
þilfari eins tundurspillisins og
horfðu á tunglið. — Mánuðum sam-
an höfðu þeir verið þjálfaðir í að
falla niður í fallhlíf, og nú áttu þeir
að fara inn í eldlínuna í fyrsta sinn
— á sjónum. Þeir voru óöruggir og
fannst sér misboðið.
Meðfram strönd Ítalíu gerði loft-
herinn ákafar árásir. Frá skipun-
um mátti óljóst greina fallandi
sprengjur, heyra sprengingar og bál
sáust greinilega blossa upp. En flug-
mennirnir voru of önnum kafnir til
að geta sinnt litla flotanum, sem
sigldi í norður-átt.
Stundin hafði verið nákvæmlega
ákveðin. Tunglið varð eldrautt, og
þessa stuttu stund áður en það
hvarf niður í hafið bar hálenda
eyjuna eins og svartan skugga í
glóandi tunglið. í sömu svipan varð
niðamyrkur svo að maður greindi
ekki þann, sem stóð við hlið manns.
Ekkert ljós var að sjá á eynni.
Hún hafði verið algjörlega myrkv-
uð síðustu þrjú árin. Jafnskjótt og
skipaflokkarnir voru komnir hver á
sinn stað, skreið lítill bátur, sem
var í hátalari inn að ströndinni. Um
það bil 4—500 metra frá landi var
BRAGÐIÐ SEM HREIF
51
hátalarinn settur í gang og ógn-
þrungin rödd kallaði í átt til myrkv-
aðs bæjarins.
„ítalir! Gefizt upp! Yið erum á
leiðinni með mikið lið. Hinir þýzku
bandamenn ykkar hafa yfirgef|ið
ykkur. Þið fáið 15 mínútur til að
ákveða ykkur. Ef þið viljið gefast
upp, þá skjótið á loft þremur flug-
eldum. Að þremur mínútum liðnum
skjótum við — ég endurtek, ítalir!
Gefizt upp. .. .!“
Síðan var algjör þögn.
Á einum tundurspillanna stóðu
liðsforingjarnir í hóp í brúnni og
störðu út í myrkrið í átt til eyjar-
innar. Óbreyttu hermennirnir höll-
uðu sér yfir borðstokkinn og horfðu
í sömu átt. Liðsforinginn, er stjórna
átti árásinni, leit í sífellu á úrið, og
það var svo dimmt að sjálflýsandi
úrskífan sást úr 5—6 metra fjar-
lægð.
Liðsforinginn starði og starði
siðan fór hann að telja. Hann
taldi upp að 87 ....