Úrval - 01.12.1969, Síða 54
52
ÚRVAL
Fallbyssurnar voru tilbúnar —
þeim var öllum beint að eynni. Mín-
úturnar þokuðust áfram. Enginn
var hrifinn af að beita tortímandi
vopnum. Tíminn leið löturhægt —
10 — 11 —- 12 mínútur. Grænu vís-
arnir á lýsandi úrskífimni hreyfð-
ust hægt — mjög hægt.
Höfuðsmaðurinn sagði nokkur
orð, lágum rómi í símann, og dauft
hljóð heyrðist er dyrnar á stjórn-
klefanum opnuðust og lokuðust.
Á því augnabhki er vísirinn sýndi
að 14 mínútur voru liðnar, var þrem
hvítum flugeldum skotið á loft á
eynni. Þær voru eins og blóm á
svörtum himninum, svifu í yndis-
legum boga — og féllu niður. Síð-
an komu aðrir þrír, til frekara ör-
yggis. Skipstjórinn kinkaði kolli all's
hugar feginn og sagði aftur eitthvað
í símann. Það var eins og allt skip-
ið andaði léttar.
í matsal liðsforingjanna sat for-
ingi árásarinnar. Hann var í khaki-
fötum — skyrtan var opin í hálsinn
og ermarnar uppbrettar. Hann var
með hjálm á höfðinu, og á borðinu
fyrir framan hann lá vélbyssa.
„Ég fer í land og tek við uppgjöf-
inni,“ sagði hann og kallaði svo upp
nöfn fimm manna, sem áttu að
fylgja honum.
„Sendið landgönguliðssveitirnar í
land eins fljótt og unnt er,“ skip-
aði hann, „setjið bátinn útbyrðis.“
Það var dimmt á þilfarinu •—
menn urðu að þreifa sig áfram.
Björgunarbátarnir voru úti, eins og
alltaf í árás, og nokkrir sjóliðar
voru að setja út skipsbátinn. Eitt
andartak hékk hann í hæð við þil-
farið, svo áhöfnin kæmist um borð
— stýrimaðurinn og vélstjórinn
voru þegar komnir á sinn stað.
Fimm liðsforingjar vopnaðir vél-
byssum klifruðu yfir borðstokkinn
og tóku sér sæti. Allir voru með
hylki með skotum á byssunni —•
og hulstur með öðru hylki.
Báturinn var settur út og um
leið og hann var kominn í sjóinn
var vélin sett í gang.
Báturinn var leystur frá og tekin
var stefna á eyna. Beita varð ágizk-
un, því það grillti ekki einu sinni
í eyna.
Foringinn mælti: „Við verðum að
komast í land og afvopna þá áður
en þeir skipta um skoðun. Það er
ekki að vita upp á hverju þeir
kunna að taka, ef þeir fá tíma tiL“
„Hættið ekki á neitt,“ hélt hann
áfram, „skjótið strax ef einhver
sýnir minnsta vott um mótstöðu."
Báturinn nálgaðist myrka strönd-
ina — vélin gekk með hálfum hraða
og það heyrðist lítið sem ekkert til
hennar....
Höfn Ventotene er þröngur fjörð-
ur, og í botni hans er klettur, sem
liggur í hálfhring. Á þessum bog-
myndaða kletti stendur bærinn, hátt
yfir hafinu. Hægra megin við fjörð-
inn er hafnargarður og lítill brim-
brjótur, sem ekki er landfastur —
en honum er komið þarna fyrir til
að hindra að stórar haföldur skelli
yfir hafnargarðinn. Vinstra megin
við innsiglinguna er lítill fjörður,
mjög líkur höfninni sjálfri, en þar
geta engin skip lagzt að.
Báturinn nálgaðist ströndina með
metinina fimm, og jafnskjótt og
foringinn áleit að þeir væru rétt við
land, kveikti hann á vasaljósinu