Úrval - 01.12.1969, Side 57
BRAGÐIÐ SEM HREIF
55
urspillinn, sem lá úti á hafinu, gefa
neitt merki. Mínúturnar urðu að
klukkustundum.
Þeir mönnuðu myrka bæinn uppi
á klettunum laumuskyttum í hug-
anum, og hvað eftir annað gullu við
sprengingar frá Þjóðverjunum, sem
nú voru hinum megin á eynni.
Grænliðarnir höfðu bersýnilega
enga hugmynd um hve margir
Bandaríkjamenn væru á eynni —
og þeir voru aðeins fimm ■— en
Bandaríkjamennirnir vissu um
fjölda Þjóðverjanna — þeir voru
nefnilega 87. Auðvitað var það
Bandaríkjamönnunum í hag, að þeir
vissu ekki hvað þeir voru margir;
því hefðu þeir vitað — nei, það var
bezt að vera ekkert að velta því
fyrir sér!
Það er ekki vitað, hve langur
tími leið, áður en mennirnir 43
komu loks í land. Það gat hafa ver-
ið hálftími, eða þrír tímar, — mönn-
unum, sem gengu um á ströndinni
og biðu, virtist það vera þrír dag-
ar. En líklega hafa ekki liðið nema
þrír stundarfjórðungar.
Engin uppörvun gafst á þessari
dimmu óvinaey eða frá niðamyrku
hafinu. En eftir óralangan tíma
heyrðu þeir aftur óljóst suð í vél,
og úti á sjónum sáu þeir smá ljós-
bjarma. Áhöfnin vildi fá eitthvert
merki til að stefna á.
Einn liðsforingjanna lagðist flat-
ur, og gerði ljósmerki með vasa-
liósinu sínu, hann teygði sig út yfir
bryggjuna, svo að ljósið sæist ekki
innan af eynni. Hann kveikti og
siökkti á víxl, til að vísa bátnum
til vegar.
Skyndilega kom hann fram úr