Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 69

Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 69
UGLAN í KAFFIBAUKNUM 67 Um. Ög hún ískrar grimmdarlega af reiði. HREIN OG STROKIN Ég get líkt nokkurn veginn eftir hinum átta mismunandi hljóðum, sem Ugla litla getur gefið frá sér. En þó er eitt hljóð hennar, sem ég hef gefizt upp á að líkja eftir. Það er þetta næstum óaflátlega dillandi tíst hennar. Það er eitt hið yndislegasta, sem ég þekki, að heyra þetta tíst verða veikara og blíðlegra, þangað til hún sofnar loks. Þegar hún er vakandi, þá þeg- ir hún blátt áfram aldrei. Það er líkt og hún hafi einhvers konar innbyggt njósnasenditæki, svipað þeim, sem notuð eru af bandarísku alríkislögreglunni. Er því ekki lík- legt, að „óvinir“ hennar komist þannig á snoðir um nærveru henn- ar í skóginum? Hvers vegna er hún alltaf að „útvarpa"? Kannske er hún að segja: „Hérna er ég, mamma.“ Og þar sem núverandi mamma Uglu litlu vegur meira en tveir hundar, tveir kettir og full- vaxin ugla samanlagt, er það mjög heppilegt fyrir Uglu litlu, að „Mamma“ viti alltaf, hvar Ugla litla er stödd þá og þá stundina. Uglan er mjög hreinlegur fugl. Það er gaman að sjá hana fá sér bað. Fyrst virðir hún baðkerið vandlega fyrir sér og allt umhverf- ið. Svo stekkur hún upp í fatið. Fyrst fær hún sér sopa. Svo sting- ur hún kannske hausnum niður í vatnið og hreyfir hann til og frá, svo að vatnið sprautast til beggja hliða líkt og í gosbrunni. Svo stingur hún skrokknum næstum alveg niður í vatnið, hreyfir væng- ina og afturendann mjög hratt til svolitla stund. Svo stingur hún öðrum vængnum í og blakar hon- um til niðri í vatninu, síðan hin- um, og svo stélinu og hristir það vel til. Hún rennur klaufalega til á botni og börmum, þegar hún staulast upp úr „baðkerinu". Og svo vagar hún af stað. Uglan er alveg ófleyg, þegar hún er blaut. Það tekur hana um 20 mínútur að þorna. Hún virðist hafa tekið á sig hræðilega áhættu fyrir eitt bað. Rennblaut ugla er ósköp ömurleg sjón. Ég get varla fengið mig til þess að lýsa slíkri sjón, en kannske er það einmitt þessi stað- reynd, sem verndar blautar uglur í ríki Móður Náttúru. Þær eru víst ekki girnilegar að sjá þá stundina í augum óvinanna. STAÐUR SÓLARMEGIN Hvers venga skyldi þessi rán- fugl næturinnar hafa ánægju af að sóla sig? Einhvern veginn virðist slíkt ekki vera í samræmi við eðli hans. Á eldhúsgólfinu er bjartur sólskinsblettur. Uglan skimar í all- ar áttir, kemur svo auga á Claggart, þar sem hann blundar úti í horni. Og svo flýgur hún mjúklega niður á sólskinsblettinn. Það er eitthvað. sérstakt við þessar „hljóðlátu lend- ingar“ Uglu litlu. Hún „síar“ loft- ið gegnum vængina, er hún lætur sig síga niður á blettinn. (Annars virðist hún kasta sér af öllum kröft- um á stað þann, sem hún ætlar að lenda á. Henni þykir gaman t.d. að láta standlampann skella í vegg- inn, þegar hún hlammar sér á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.