Úrval - 01.12.1969, Page 70

Úrval - 01.12.1969, Page 70
68 ÚRVAL hann). Ugla litla sezt á miðjan sól- skinsblettinn, skimar enn einu sinni í kringum sig og breiðir svo smám saman úr vængjum og stéli á gólf- inu, líkt og hún sé að opna blæ- væng. Og þessari stellingu heldur hún svo um hríð, en heldur samt áfram að skima í kringum sig vök- ulum, gulum glyrnunum. Og sól- skinsbletturinn er nú orðinn að glæstri litasinfóníu. Bridgefélagi tengdamóður minn- ar sat eitt sinn að morgunverði með okkur. Ugla litla var þar einnig stödd. Hún sat á syllu uppi undir lofti. Þetta var á sólríkum sunnu- dagsmorgni. Og sólin beindi skyndi- lega einum dýrlegum geisla beint á disk gestsins okkar. Þegar ég kom með kaffikönnuna framan úr eld- húsi, tók ég eftir því, að Ugla litla var að setja sig í stellingar og búa sig undir að steypa sér leiftursnöggt niður. Ég settist í sæti mitt. Mig grunaði, að eitthvað illt væri í að- sigi. Við höfðum lokið við eggin og ætluðum að fara að snúa okkur að pylsunum. Á diski gestsins glamp- aði á fagurrauða tómatabita í sól- skininu. Ég býst við, að það hefði nægt, að ég hefði teygt út hand- legginn á síðasta augnabliki og bent gestinum á, að tómatabitinn væri í yfirvofandi hættu. En mér kom þetta ekki til hugar af einhverri ástæðu. Jæja, Ugla litla steypti sér niður, skauzt framhjá vinstri öxl minni og hrifsaði bitann af diski gestsins. Það kváðu við hróp og köll, hlátur og læti. Ugla litla leit upp og skimaði í kringum sig með van- þóknunarsvip yfir öllum þessum látum, sem framtak hennar hafði valdið. Við höfum því ekki haft það fyrir venju upp frá því að bjóða Uglu litlu að „setjast til borðs“ með okkur. Ugla litla virðist allánægð í sínu ónáttúrlega umhverfi. Fuglar þess- ir svífa ekki himinhátt eins og ern- ir, fljúga ekki milli meginlanda sem gæsir né þjóta leiftursnöggt fram og aftur um loftið eins og múrsvölur. Slíkt er ekki þeirra eðli. En samt fljúga þeir sannarlega. Lengsta flugferðin, sem Ugla litla getur farið í á heimili mínu, er fremur stutt, t.d. frá suðvesturhorni eldhússins og upp í bækurnar í efstu bókahillunni í vinnustofunni minni uppi á lofti. En samt flýgur hún þessa vegalengd í áföngum. Hún kýs helzt að fljúga til einhvers staðar, sem hún getur greint, áð- ur en hún leggur af stað í flugferð- ina. Ég geri mér grein fyrir því, að Ugla litla hefur að vísu ekki mikla möguleika til langra flugferða á heimili mínu. En samt álít ég, að hún hegði sér ósköp svipað og hún mundi gera, væri hún frjáls úti í ríki Móður Náttúru. Hún steypir sér yfir bráð sína, hún sækist eftir félagsskap okkar (líklega bæri þó minna á slíkri kennd, væri hún frjáls í ríki Móður Náttúru), hún leitar að æti og forvitnast um um- hverfi sitt og er þá með nefið niðri í öllu, og svo baðar hún sig. EINS KONAR HEIMILISTÁKN OKKAR Þegar komið var fram á mitt sumar, dó Ugla litla. Það var kæf- andi hiti eitt kvöldið, og hún hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.