Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
IIér segir frá niðurstöðum runnsókna á 74-8 drengjum úr mið-
stéttum og fjölskyldum þeirra. Þessar athuganir stóðu í sex ár.
Hið bezta
sem þér gefið barninu
yðar
okkrar mæður voru eitt
sinn saman komnar og
röbbuðu yfir kaffiboll-
unum. Talið beindist
að börnum og ein
þeirra sagði:
„Við getum fengið börnin okkar
bólusdtt ,gegn stóru-bólu, mænu-
veiki, mislingum, taugaveiki og
ýmsum öðrum farsóttum. En hugsið
ykkur nú ef við gætum fengið þau
bólusett gegn ósigrum og vonbrigð-
um, þegar þau verða fulltíða menn.“
Þetta var mælt bæði í gamni og
alvöru, en það var þrátt fyrir það
sama hugsunin og legið hafði á bak
við margþættar tilraunir, sem sál-
fræðingurinn Stanley Coopersmith
hafði gert og voru hinar athyglis-
verðustu. Tilgangur hans með þess-
um rannsóknum var að reyna að af-
marka sérstaklega þann eiginleika,
sem virðist vera sameiginlegur bæði
fyrir þá karla og konur, sem vegnar
bezt í lífinu. Coopersmith komst að
þeirri niðurstöðu, að þetta fólk bjó
allt yfir einnig mikilvægri eigind —
sterkri sjálfsvirðingu. Með hverjum
hætti hafði það hlotnazt þessa dýr-
mætu eigind?
„Þetta er raunar ekkert nýtt, að
sjálfsvirðing sé mikilvæg fyrir
mannlegt líf,“ segir Coopersmith.
„En hvernig gerist það að ungur
karl eða kona á þennan eiginleika í
ríkum mæli á sama tíma sem sessu-
naut hans í skólastofunni vantar
hann gjörsamlega?"
Coopersmith gerði athuganir 'á
748 venjulegum drengjum úr mið-
stéttunum og fjölskyldum þeirra.
Þessar athuganir stóðu í sex ár, eða
frá því að þeir enn voru stór börn
Heimili og skóli —.