Úrval - 01.12.1969, Side 81

Úrval - 01.12.1969, Side 81
átt til sólarlagsins yfir fjöllunum í norðri. Ég hallaði mér þá stund- um upp að eldiviðarhlaða eða sett- ist á jörðina. Oft dvaldist mér lengi, og kannski fékk ég skömm í hatt- inn fyrir að koma mér ekki í rúm- ið á tilsettum tíma. Dalurinn sveipaðist kynlegum blæ þessar þögulu stundir. Mildur roði lék um skörðótt fjöllin í norðri. Dalurinn varð eiginlega sjálflýs- andi, fullur af daufu skini sem kom hvergi að. Óraunveruleikablær lagðist yfir allt. Græn slikja hlíð- anna og blámi fjallanna var að vísu hvort tveggja eins og vant var, allt leit út eins og vant var, en sjálf form umhverfisins og yfirborð allra hluta var eins og gagnsæ hula svo allt líktist það fremur mynd en landslagi. Utan úr fjarskanum barst mér að eyrum niðurinn frá ánni. Ég gat lagt við hlustirnar unz kliðurinn frá bæjarlæknum greindist frá niði árinnar. Og ég gat haldið áfram að leggja við hlustirnar unz ég eins og heyrði þögnina sem var á bak við allt, þessa djúpu þögn sem all- ir hlutir, hljóð, orð og athafnir eru mörkuð í eins og skrift í sandi. Og ég gat meira að segja haldið áfram að leggja við hlustirnar unz mér fannst þögnin farin að draga and- ann í mér og allt í kringum mig. Þegar þú sérð landslag eða sjó eða loft á þennan hátt og gleymir að fara að hátta, gleymir yfirleitt öllu sem þú átt að muna og færð skömm í hattinn, hygg ég að dul hinnar mystísku upplifunar hafi komið við í huga þér. Þá getur þú sennilega horft á alla hluti sem þú þekkir svona vel í kringum þig, fjöllin, túnið, ána, eins og það hafi síendurnýjað inni- hald hversu lengi sem þú horfir. Þú getur horft á hendurnar á þér eins og þú sért að sjá þær í fyrsta sinn. Steinvala í lófa þér er undur þrung- ið dularfullum veruleika. Nafn þitt fær síendurnýjaðan hljóm hversu oft sem þú nefnir það í huganum, og niður vatna og goluþytur í grasi er sífelldlega ný reynsla hversu lengi sem þú hlustar, af því öll til- finning fyrir tíma og líðandi hefur einhvern veginn gufað upp. Og svo er eins og þú farir að greina eitthvað sem í rauninni er ekkert, en streymir samt í gegnum allt, eitthvað sem fyllir út í allt, en þó er eiginlega ekki neitt, eitthvað sem ekki er hægt að nefna því þá hverfur það. Þú veizt naumast hvað er þú og hvað ekki þú, en samt hefurðu aldrei verið skýrar og stórkostlegar til, og það er ekki einasta að aftanskinið sveipi þig fölum bjarma, það er líka í þér. Nóvember 1967. 1 fyrra Jcom út bók- in „Eins og opinn gluggi“ eftir Sig- valda Hjálmarsson, úrvál fyrirlestra, sem hann hefur flutt á undanförnum ár- um. Hér birtist niö- urlag eins þeirra og fjállar um sólskiniö í sálinni Lífsskynjun ihöfundar, sem þarna kemur fram, er sannarlega veröugt umhugsunar- efni í önn og erli hversdagslífsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.