Úrval - 01.12.1969, Side 86
84
ÚRVAL
Margt
er skrítid
Frá fornu fari hafði það verið
siður víkinga við jólaleytið að
leggja hönd á stóran gölt og sverja
þess eið, að hrinda í framkvæmd
með hækkandi sól ákveðnum verk-
um og drýgja dáðir nokkrar. Þessi
heit, sem voru fyrirmynd nýárs-
áformanna síðar meir, voru strengd
í góðum fagnaði manna, þar sem
allt flóði í miði og öli. Enda þótt
menn yrðu ölvaðir, voru þeir skuld-
bundnir til þess að halda þessi lof-
orð, því að gölturinn var tákn Sæ-
hrímnis, hins undarlega gölts Oð-
ins. En göltur þessi var alla jafna
etinn í Valhöll, en hafði þá náttúru,
að þó hann væri snæddur að kvöldi,
þá var hann vel kvikur að morgni.
f Florida í
Bandaríkjun-
um er strang-
lega bannað að
fara í bað án
baðfata. Ef
lögregluþjónn
sér í gegnum
glugga, að ein-
hver fer allsber í bað, er honum
leyfilegt að sekta viðkomandi. í
fyrra var frú nokkur sektuð, þeg-
ar hún var í sakleysi að fara í jóla-
baðið.
Maður
nokkur,
sem hefur
um margra
ára skeið
verið jóla-
sveinn í
Amsterdam,
skrifaði
greinarstúf
um reynslu
sína sem jólasveinn. Hann skrifaði
meðal annars: — Þetta er ekki gam-
anið eitt. Til dæmis verð ég að út-
búa skeggið þannig, að það sé ekki
eldfimt, því að í ófá skipti hefur
komið fyrir, að athafnasamir dreng-
ir hafa borið eld að því. í fyrstu
var skegginu þannig komið fyrir, að
það var mjög teygjanlegt og lét
undan við hvert tog í það. En þar
sem fjöldi snaggaralegra stráka
hafði togað í það eins og það þoldi,
svo að skeggið small aftur að hök-
unni og meiddi mig, lét ég líma
skeggið fast. Auk þess hefur reynsl-
an kennt mér að hafa alltaf gúmmí-
svuntu undir rauða frakkanum, því
að margt barnið hef ég haft í kjölt-
unni og hafa sum skilið þar eftir
heldur óþægilega minningu um sig.
Nei, það er ekki alltaf eins skemmti-
legt að vera jólasveinn, en samt
sem áður hef ég gaman af því.
•5}€-
í stórverzlun einni spurði jóla-
sveinninn lítinn dreng, hvað hann
vildi fá í jólagjöf, og drengurinn
svaraði:
— Fyrst yður er alveg sama, þá
vildi ég helzt eignast nokkur hluta-
bréf.