Úrval - 01.12.1969, Side 89

Úrval - 01.12.1969, Side 89
LITLA KRAFTAVERKIÐ 87 hlotnazt arfur, og því þurfti hann ekki að vera neinum til byrði. Og arfur Peppinos var einmitt hún Vio- letta. Það var ekki hægt að hugsa sér indælli ösnu. Augu hennar voru blíðleg og vingjarnleg, snoppan mjúk og moldvörpugrá og eyrun löng og oddmjó. En hún hafði einnig sín sérkenni: Munnvih: hennar teygðust oftast svolítið upp á við, svo það var eins og hún brosti að einhverju, sem skemmti henni eða gladdi hana. Það var alveg sama, hversu erfiða vinnu hún þurfti að leysa af hendi. Hún virtist alltaf gera það af sannri ánægju. Hin dökku, glampandi augu Pepinos og bros Violettu hafði svo góð áhrif á fólk, að þau höfðu alltaf nóg að gera, meira en keppinautarnir. Þau mynduðu svo indæla heild, sem var þrungin viðkunnanlegu samræmi. Þess vegna tókst þeim ekki aðeins að vinna sér nóg inn til þess að upp- fylla nauðsynlegar þarfir sínar, heldur hafði þeim tekizt að leggja svolítið til hliðar með góðri hjálp og ráðum sóknarprestsins, hans Föður Damicos. Það var svo ótal margt, sem þau gátu leyst af hendi, sótt vatn, flutt alls konar varning og farangur, hjálpað til þess að draga vagna upp úr forarvilpum eða hjálpað til við olífuuppskeruna. Stundum kom það jafnvel fyrir, að þau fluttu einhvern borgarann heim, sem hafði fengið sér heldur mikið neðan í því til þess að komast heim á óstyrkum fótum. En þetta var ekki eina ástæðan til þess innilega kærleika, sem tengdi drenginn og ösnuna saman. Violetta var Pepino miklu meira en tæki til þess að afla lífsviðurværis. Hún var honum móðir og faðir, bróðir og leikfélagi, vinur og hugg- ari. A næturnar svaf Pepino í hálm- inum í gripahúsi Niccolos ekils við hlið Violettu. Og þegar kalt var í veðri, þrýsti hann sér að henni og lagði höfuðið að hálsi hennar. Væri hjarta hans barmafullt af gleði, söng hann sína fjörugu söngva í eyra henni af slíkum krafti, að hún varð að blaka þeim svolítið til'. Væri hann einmana og dapur, hallaði hann höfðinu að hlýrri síðunni á henni og lét hárin renna niður eftir loð- inni húðinni. Pepino gaf henni svo aftur á móti mat og vatn, hreinsaði af henni óþrif, plokkaði steina úr hófum hennar, klóraði henni og burstaði hana og kembdi. Hann jós kærleik sínum yfir hana, einkum þegar þau voru ein. En hann sló hana mjög sjaldan með keyrinu, jafnvel þegar aðrir sáu til. í þakklætisskyni fyrir þessa góðu meðferð skoðaði Violetta hann sem eins konar guð og launaði honum þetta allt með einstakri trú- mennsku, hlýðni og ástúð. Það var því það alvarlegasta, sem hafði nokkru sinni komið fyrir Pep- ino, þegar Violette veiktist snemma vors. BROSIÐ, SEM HVARF Veikindi þessi hófust með alveg óvenjulegum sljóleika, sem ekkert gat yfirbugað, hvorki keyrið, blíðu- atlotin né hvella drengjaröddin, sem reyndi að reka ösnuna áfram. Síðar varð Pepino var við fleiri sjúkdóms-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.