Úrval - 01.12.1969, Síða 92
90
ÚRVAL
að hann gæti tekið til bragðs til
þess að hrinda fyrjrætlun sinni í
framkvæmd. Hann hafði ákveðið að
missa ekki móðinn, þótt hann væri
vonsvikinn vegna hinnar hæðnis-
legu neitunar ungmunksins.
Pepino áleit, að hann væri í raun-
inni mjög heppinn drengur saman-
borið við marga aðra, þrátt fyrir
þær sorgir, sem höfðu heimsótt
hann svo snemma ævinnar. Hann
hafði sem sé ekki einungis hlotið
arf, sem gerði honum það fært að
afla sér lífsviðurværis, heldur hafði
honum einnig verið gefin lífsregla
til þess að lifa eftir. í>að kjörorð
fékk hann að gjöf ásamt súkkulaði-
pökkum, jórturgúmi, sápu og öðr-
um dásamlegum hlutum. Það var
bandarískur undirliðþjálfi sem hafði
gefið Pepino litla þetta allt saman,
meðan hann dvaldi í herbúðum ná-
lægt Assisi um sex mánaða skeið.
Og í augum Pepinos hafði þessi
bandaríski hermaður orðið að hetju
og eins konar hálfguði. Hann hét
Francis Xavier O'Halloran, og hann
hafði sagt við Pepíno litla, áður en
hann hvarf á braut fyrir fullt og
allt: „Ef þú vilt komast áfram í
heiminum, drengur minn, máttu al-
drei láta „nei“ stöðva þig. Þú mátt
ekki gefast upp fyrir neii. Skilurðu
mig?“ Og Pepino hafði lifað eftir
þessu góða ráði æ síðan.
Honum fannst, að það léki reynd-
ar enginn vafi á því, hvað næst
skyldi til bragðs taka. En samt hélt
hann fyrst á fund síns góða vinar
og ráðgjafa, Föður Damico, til þess
að fá réttmæti sannfæringar sinnar
staðfesta.
Faðir Damico var breiðleitur mað-
ur með glampandi augu og axlir,
sem voru líkt og skapaðar til þess
að bera allar þær byrðar, sem sókn-
arbörn hans vörpuðu yfir hann.
Þegar hann hafði hlustað á frásögn
Pepinos, sagði hann: „Þú hefur rétt
til þess að fara beint til klausturs-
ábótans og biðja hann sjálfan þess-
arar bónar, því að hann hefur loka-
vald til þess að verða við henni eða
neita henni.“
Þessi hvatningarorð hans voru
mælt í algeri einlægni. Það lá ekk-
ert annað að baki þeim. En á hinn
bóginn grét hann það ekki, að ábót-
inn fengi þannig áþreifanlega sönn-
un um hina hreinu, einföldu trú,
því að hann áleit, að sá mikli mað-
ur hefði helzt til mikinn áhuga á
að nota dómkirkjuna og grafhvelf-
inguna til þess að draga að sæg
skemmtiferðamanna. Faðir Damico
gat ekki sklið, hvers vegna barnið
gæti ekki fengið þessa ósk sína upp-
fyllta. En það var auðvitað ekki
hans að taka neina ákvörðun í þessu
máli. Honum lék þó forvitni á því
að frétta um viðbrögð ábótans, þót.t
hann áliti, að hann gæti vel getið
sér til, hvers þau yrðu.
Auðvitað skýrði hann Pepino litla
alls ekkert frá sínum slæma grun,
en kallaði bara á eftir honum, þeg-
ar hann gekk út: „Og komist litla
asnan ekki niður stigann, sem ligg-
ur úr dómkirkjunni niður í graf-
hvelfinguna, þá er til annar inn-
gangur í grafhvelfinguna neðan frá,
sko, í gegnum gömlu kirkjxma. Að
vísu var honum lokað með múr-
steinum fyrir heilli öld, en það væri
hægt að opna hann aftur. Þú getur
minnt ábótann á hann, þegar þú