Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 95
LITLA KRAFTAVERKIÐ
93
fyrir honum og geymir hina sönnu
trú í hjarta þínu, mun hann örugg-
lega bænheyra þig.“
„Já, en það væri ekki það sama
og að biðja hann við gröf hans,“
sagði Pepina. Og rödd hans titraði
nú, því að hann var alveg að gráti
kominn. „Ég verð að fara með hana
þangað niður, svo að heilagur Frans
geti séð hana. Hún er nefnilega ekki
neinn venjulegur asni. Brosið henn-
ar Violettu er, sko, alveg sérstakt!
Hún brosir að vísu ekki lengur,
sko, ekki eftir að hún veiktist. En
kannske brosir hún bara einu sinni
enn til hins heilaga Frans. Og þeg-
ar hann sér brosið hennar, þá lækn-
ar hann hana. Það veit ég, að hann
gerir.
Nú var ábótinn ekki lengur í nein-
um vafa um, hvert svarið skyldi
verða. Hann sagði ákveðinn: „Mér
þykir það leitt, sonur minn, en svar-
ið er nei.“
„Til hvers get ég þá snúið mér?“
spurði Pepino Föður Damico síðar
um daginn. „Hver er æðri en ábót-
inn og biskupinn, sko, einhver, sem
getur sagt þeim, að þeir eigi að
leyfa mér að fara með Violettu nið-
ur í grafhvelfinguna?“
Föður Damicos sundlaði næstum,
þegar honum varð hugsað til þess
endalausa himnastiga alls konar
tignarheita og nafnbóta innan kirkj-
unnar, stigans, sem lá frá Assisi allt
til Rómaborgar. Samt útskýrði hann
allt þetta eftir beztu getu fyrir
Pepino litla, og svo sagði hann að
lokum: „Og efst uppi situr svo Hans
heilagleiki sjálfur páfinn. Það
leikur enginn vafi á því, að hann
yrði hrærður, ef hann frétti um
Stefán Júlíusson er fæddur i
Þúfukoti I Kjós 25. september
1915. Foreldrar hans eru Július
Jónsson, verkamaður í Hafnar-
firði, og Helga Guðmundsdóttir.
Stefán lauk prófi úr Flensborg
1932 og síðan kennaraprófi
1936. Hann stundaði framhalds-
nám í Bandai'íkjunum og tók
B.A. próf í ensku og bókmennt-
um 1943. Einnig stundaði hann
bókmenntanám við Cornell-.há-
skóla 1951—52. Stefán var
'kennari við Barnaskóla Hafn-
arfjarðar 1936—1955 og síðan
kennari við Flensborgarskóla,
þar til 1963, er hann varð for-
stöðumaður FTæðslumynda-
safns ríkisins. Hann lét af því
starfi á þessu ári og tók við
eftirliti bókasafna. Helztu
skáidverk Stefáns eru: Leiðin
lá til Vesturheims (1950), Vitið
þér enn? (1952), Kaupangur
(1957), Sólarhringur (1960),
Sumarauki (1962) og nú í ár
smásagnasafnið Táningar. Auk
þess 'hefur hann samið mikinn
fjölda barnabóka. Stefán er
kvæntur Huldu Sigurðardóttur.