Úrval - 01.12.1969, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
Faðir Damico þurrkaði burt tár-
in. Nú var búið að ryðja burt allri
múrhleðslunni, og opið var nógu
stórt til þess, að drengurinn og
asnan gætu komizt þarna í gegn.
,,Já,“ svaraði hann, „já, Pepino. Nú
máttu fara þangað inn. Og megi
guð ganga með þér!“
Hófatak ösnunnar . bergmálaði á
eldgömlu flísunum í göngunum.
Pepino studdi hana ekki lengur,
heldur gekk hann við hlið henni og
lét hönd sína hvíla léttilega og blíð-
lega á hálsi hennar. Hann var hnar-
reistur og þráðbeinn í baki. Það er
ekki auðvelt að segja til um það,
hvort það var vegna flöktandi
kertalj ósanna og dansandi skugg-
anna, sem birta þeirra myndaði, en
svo mikið er víst, að þegar þeir
gengu fram hjá Pepino og Violettu,
fannst Föður Damico, að það vott-
aði nú aftur fyrir svolitlu brosi við
munnvik hennar.
Og þannig greindu mennirnir
fjórir drenginn og ösnuna sem
dökka skugga í bjarmanum frá
flöktandi birtunni af olíulömpun-
um, sem þeir héldu á, og altaris-
kertunum í grafhvelfingunni, þeg-
ar þau gengu síðustu skref píla-
grímsgöngu sinnar.
Nú er ég búinn að ljúka síðustu afborgunargreiðslunni, heirri allra,
allra síðustu .. . nú er engin eftir. Ég á Þetta núna algerlega... Þetta
. er mín eign .. . mín og einskis annar. Eg held, ég kaupi mér nýtt „model".
S.D.
Hvers vegna eyðir kona 10 árum i að breyta venjum mannsins og
kvartar svo yfir því, að hann sé ekki lengur sá maður, sem hún eitt
sinn giftist?
Barbra Streisand.
Það er ekki til sá breiddarbaugur, sem álítur ekki, að einmitt hann
hefði orðið miðjarðarbaugurinn, hefði verið um nokkurt réttlæti að
ræða og hann getað náð rétti sínum.
Mark Twain.
Sumarleyfin voru að hefjast, og það var alveg troðfullt á bensínstöð-
..inni. Loks. flýtti afgreiðslumaðurinn sér til sóknarprestsins okkar, sem
hafði beðið langa hríð i biðröðinni.
„Mér þykir mjög fyrir þessari löngu töf,“ sagði afgreiðslumaðurinn i
afsökunarskyni. „Það er eins og allir biði til síðasta augnaMlks til þess
að búa sig lit í ferð, sem þeir vita, að þeir ætla í.“
Presturinn brosti og svaraði: „Já, ég veit, hvernig þér er innanbrjósts.
Ég hef við sama vandamálið að stríða í minum viðskiptum."
Frú C. W. Plimpton,