Úrval - 01.12.1969, Síða 110
108
URVAL
ég lærði mikinn hluta af „Líffæra-
fræði“ Grays utanbókar, og þetta
reyndist mér mikil hjálp, er ég var
kominn í læknaskólann.
Samkvæmt ráðum hans valdi ég
Norðvesturháskólann nálægt Chi-
cago, vegna þess að inntökuskilyrð-
in þar voru tiltölulega ströng og
þar var krafizt þriggja ára náms,
sjö mánuði ár hvert, og meðal kenn-
ara skólans voru nokkrir, sem voru
í fremstu röð, hvað læknisfræðilega
þekkingu snerti.
Jaggard, sem var prófessor í fæð-
ingarhjálp, hafði lag á því að fá
okkur til þess að skynja alvöru
þeirrar ábyrgðar, sem læknisstarfið
lagði okkur á herðar.“ Hann sagði
oft við okkur: „Hugsið alltaf til þess
fyrst og fremst, hvaða ógagn með-
höndlunin kunni að gera.“ Annað
kjörorð hans var þetta: „Skoðið
upplýs;ngar þær, sem sjúklingur-
inn veitir ykkur, sem heilagt leynd-
armál.“ Hann gaf okkur dæmi um
þetta með því að setja blýant á
skrifborð sitt. „Þið vitið um þessar
upplýsingar .... það er ein persóna.
Sjúklingur ykkar veit þetta líka,“
sagði hann svo og setti annan blý-
ant við hlið hinum. „Þá eru komnir
tveir. Þið segið eiginkonum ykkar
frá þessu,“ bætti hann enn við og
setti þriðja blýantinn við hliðina á
hinum. „Og hve margir vita það
nú?“ spurði hann svo. Nemandinn,
sem spurningunni var beint að,
sagði auðvitað, að nú væru það þrír,
sem vissu um allar staðreyndir.
,,Nei,“ hrópaði læknirinn þá, „þeir
eru 111.“
Barnsburður einn, sem fór fram í
viðurvist nemandanna, endaði með
andvana fæðingu. Jaggard sneri sér
svo að bekknum og sagði alvarlegur
í bragði: „Við ættum að íhuga þann
möguleika, að hæfnisskortur okkar
kann nú að hafa valdið því, að heim-
urinn hefur misst af væntanlegum
forseta.“
Þessi hátíðlegu orð hans missa
kannske svolítið af áhrifamætti sín-
um, þegar það er haft í huga, að
hið andvana barn var stúlka. En við
strákarnir vorum þá svo hrifnir af
þessum orðum hans, að við sáum
ekkert kímilegt við þau við þessar
aðstæður.
Allir kennararnir í læknadeild
Norðvesturháskólans voru starfandi
læknar að undanskilinni efnafræð-
inni. í deildinni voru aðeins tveir
kennarar, sem höfðu þar fullt starf.
Það voru prófessorinn í efnafræði
og húsvörðurinn. Kennslan í lækna-
vísindalegum greinum var því af
fremur skornum skammti, eins og
við má búast. Við lærðum bara efni
fyrirlestranna og kennslubókanna
utan að. En þetta hafði sína kosti.
Við lærðum undirstöðuatriðin í
námsgreinunum mjög vel. Jaggard
var alltaf að spyrja okkur í þaula
Hann þjálfaði minni okkar svo
miskunnarlaust, að ég gæti staðizt
þetta próf enn þann dag í dag.
Læknarnir, sem kenndu okkur, vissu
líka, hvað hafði hagnýta þýðingu
vegna daglegra starfa sinna, og þeir
lögðu því alveg sérstaka áherzlu á
allt slíkt.
Þannig lærðum við mjög vel um
byggingu barkans, svo að við þyrft-
um ekki að líta í bækur til öryggis,
ef við þyrftum að framkvæma
barkaskurð vegna barnaveiki. Nár-