Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 113

Úrval - 01.12.1969, Qupperneq 113
SVEITALÆKNIR 111 Þessir stóru hundar gátu stundum reynzt manni hættulegir, ef maður var fótgangandi. Eina nóttina var ég á ferli, og þá réðst á mig hund- ur, sem var álitinn stórhættulegur. Hann gerði strax tilraun til þess að bíta mig á háls. Ég varði mig með verkfæratöskunni. Og um leið og hann datt aftur fyrir sig,, sendi ég skot í bringuna á honum. Ég greip leifursnöggt um byssuna í byssu- beltinu og skaut hann án þess að lyfta hendi frá mjöðm. Þetta var skjótt og vel miðað og skotið, en það voru ekki viðstaddir neinir á- horfendur til þess að hrósa mér fyr- ir viðbragðsflýti minn og miðunar- hæfni. Ég dundaði við að skjóta villikan- ínur og lesa bækur um læknisfræði og líffræði, þegar vegirnir voru góð- ir. Einnig tókst mér að komast svo vel niður í frönsku á þessum ferð- um mínum, að ég gat lesið hana mér til gagns. Ökumenn á sveitavegim- um lentu oft í miklum erfiðleikum og jafnvel hættum. Og það olli mér alveg sérstakrar ánægju að etja kappi við höfuðskepnurnar, þegar enginn annar var á ferli og enginn hélt, að læknirinn kæmist á leiðar- enda í slíku veðri. Væri einhver brúin í kafi, lét ég hestinn alltaf taka ákvörðun um, hvort áfram skyldi halda. Þrisvar bjargaði hann lífi mínu með því að neita að fara út á brýr, sem vatnsflaumurinn skolaði litlu síðar með sér. Væru skaflar á veginum, skar ég bara á girðingar og fór beint af augum yf- ir haga og akra. Þegar miklir snjó- ar voru, voru snjóskófla, vírklippur, hamar og ljósker jafn sjálfsagður hluti útbúnaðar míns og lyfin mín og læknisáhaldatöskurnar. Leiðinlegustu ferðirnar voru þær, sem enduðu eftir hraðan akstur við rúmstokk kvartandi kvenfólks, sem þjáðist svo aðeins af höfuðverk. Oft- ast voru strákar sendir til þess að sækja lækninn. Þeir komu þeysandi á froðufellandi jálkum og vissu ekk- ert í sinn haus annað en það, að einhver væri „hræðilega veikur“. Ég hafði það að vísu fyrir reglu að neita aldrei að fara í sjúkravitjanir, en ég fylgdi samt alltaf þessari reglu: börn fyrst, svo konur, síðan gamlir menn, en síðast fullorðnir karlmenn og fólk, sem var þekkt að móðursýki. Börnunum var veittur forgangsréttur, vegna þess að hinir bráðu sjúkdómar, sem herja á þau, sækja oft á með leifturhraða og þau eru orðin fárveik, áður en nokkur hefur gert sér grein fyrir því, hversu alvarlegt þetta er. Og þá var hver klukkustundin þýðingarmikil. (Svo hefur einnig oft verið sagt í gamni, að barninu batnaði kannske, áður en læknirinn kæmi, ef hann flýtti sér ekki... og þá missti hann af þóknuninni). Sú fregn barst ætíð út með leift- urhraða meðal nágrannanna, ef sent hafði verið eftir lækni á einhverj- um bænum. Þá var hengt eða breitt hvítt rúmlak á einhvern áberandi stað eða kveikt á ljóskeri á þeim bæjum, þar sem einhver þörf var á lækni, fyrst hann var þarna á ferð- inni. Ég minnist þess, að í einni slíkri ferð, vitjaði ég sjö sjúklinga auk þess, sem ég hafði upphaflega farið til. Það var aðeins ein manntegund,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.